Phoenix og LA Lakers í oddaleik 5. maí 2006 06:47 Tim Thomas tryggði Phoenix framlengingu með þriggja stiga skoti skömmu fyrir leikslok og reyndist hetja liðsins á lokasprettinum NordicPhotos/GettyImages Leikmenn Phoenix Suns sýndu svo sannarlega úr hverju þeir eru gerðir í nótt þegar liðið lagði Los Angeles Lakers 126-118 á útivelli í frábærum framlengdum leik í fyrstu umferð úrslitakeppni Vesturdeildarinnar. Staðan í einvíginu er fyrir vikið orðin jöfn 3-3 og því verður hreinn úrslitaleikur í Phoenix á laugardagskvöldið. Leikurinn var sýndur á beint á NBA TV og óhætt er að álykta að enginn hafi verið svikinn af flugeldasýningunni í Staples Center í nótt. Gestirnir frá Phoenix voru skrefinu á undan lengst af í leiknum í nótt, sem þó var æsispennandi allan tímann. Undir lok venjulegs leiktíma var útlit fyrir að heimamenn ætluðu að hafa sigurinn, en Tim Thomas skaut Phoenix í framlengingu með dramatískri þriggja stiga körfu aðeins 6 sekúndum fyrir leikslok. Kobe Bryant tókst ekki að skora úr síðustu sókn Lakers og því var framlengt í stöðunni 105-105. Í framlengingunni tók svo Phoenix öll völd á vellinum og skoraði 21 stig á fimm mínútum gegn 13 hjá Lakers, en þar af var Kobe Bryant með 12 þeirra. Bryant skoraði 50 stig í leiknum sem er það mesta sem hann hefur skorað í leik í úrslitakeppni. Lamar Odom skoraði 22 stig, hirti 11 fráköst og gaf 9 stoðsendingar hjá Lakers og Kwame Brown skoraði 17 stig og hirti 9 fráköst. Steve Nash fór fyrir liði Phoenix með 32 stigum og 13 stoðsendingum, Leandro Barbosa skoraði 22 stig, Tim Thomas 21 stig og hirti 10 fráköst, Shawn Marion skoraði 20 stig og hirti 12 fráköst og Boris Diaw skoraði 19 stig og gaf 7 stoðsendingar. Kobe Bryant setti á svið enn eina sýninguna í nótt og hélt Lakers-liðinu inni í leiknum í framlengingunni með ótrúlegum skotum sínum. Það dugði hinsvegar ekki til í nótt, því eftir að Phoenix misnotaði fyrsta skotið í framlengingunni, hittu leikmenn liðsins úr næstu 7 skotum sínum í röð og kláruðu leikinn með frábærri vítanýtingu. Eftir að hafa verið komið í vonlitla stöðu með aðeins einum sigri í fyrstu fjórum leikjunum, getur Phoenix nú skyndilega klárað dæmið á heimavelli sínum í hreinum úrslitaleik á laugardagskvöldið. Aðeins sjö lið í sögu NBA hafa komið til baka og sigrað í einvígi eftir að hafa lent undir 3-1, en þar af urðu fimm þeirra NBA meistarar.Phil Jackson, þjálfari Los Angeles Lakers, hefur aldrei fallið úr keppni í fyrstu umferð úrslitakeppninnar á ferli sínum sem þjálfari og það sem meira er, hafa lið undir hans stjórn unnið 44 einvígi þar sem þau hafa á annað borð komist yfir - og aldrei tapað. Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Sport Fleiri fréttir Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Max svaraði Marko fullum hálsi Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sjá meira
Leikmenn Phoenix Suns sýndu svo sannarlega úr hverju þeir eru gerðir í nótt þegar liðið lagði Los Angeles Lakers 126-118 á útivelli í frábærum framlengdum leik í fyrstu umferð úrslitakeppni Vesturdeildarinnar. Staðan í einvíginu er fyrir vikið orðin jöfn 3-3 og því verður hreinn úrslitaleikur í Phoenix á laugardagskvöldið. Leikurinn var sýndur á beint á NBA TV og óhætt er að álykta að enginn hafi verið svikinn af flugeldasýningunni í Staples Center í nótt. Gestirnir frá Phoenix voru skrefinu á undan lengst af í leiknum í nótt, sem þó var æsispennandi allan tímann. Undir lok venjulegs leiktíma var útlit fyrir að heimamenn ætluðu að hafa sigurinn, en Tim Thomas skaut Phoenix í framlengingu með dramatískri þriggja stiga körfu aðeins 6 sekúndum fyrir leikslok. Kobe Bryant tókst ekki að skora úr síðustu sókn Lakers og því var framlengt í stöðunni 105-105. Í framlengingunni tók svo Phoenix öll völd á vellinum og skoraði 21 stig á fimm mínútum gegn 13 hjá Lakers, en þar af var Kobe Bryant með 12 þeirra. Bryant skoraði 50 stig í leiknum sem er það mesta sem hann hefur skorað í leik í úrslitakeppni. Lamar Odom skoraði 22 stig, hirti 11 fráköst og gaf 9 stoðsendingar hjá Lakers og Kwame Brown skoraði 17 stig og hirti 9 fráköst. Steve Nash fór fyrir liði Phoenix með 32 stigum og 13 stoðsendingum, Leandro Barbosa skoraði 22 stig, Tim Thomas 21 stig og hirti 10 fráköst, Shawn Marion skoraði 20 stig og hirti 12 fráköst og Boris Diaw skoraði 19 stig og gaf 7 stoðsendingar. Kobe Bryant setti á svið enn eina sýninguna í nótt og hélt Lakers-liðinu inni í leiknum í framlengingunni með ótrúlegum skotum sínum. Það dugði hinsvegar ekki til í nótt, því eftir að Phoenix misnotaði fyrsta skotið í framlengingunni, hittu leikmenn liðsins úr næstu 7 skotum sínum í röð og kláruðu leikinn með frábærri vítanýtingu. Eftir að hafa verið komið í vonlitla stöðu með aðeins einum sigri í fyrstu fjórum leikjunum, getur Phoenix nú skyndilega klárað dæmið á heimavelli sínum í hreinum úrslitaleik á laugardagskvöldið. Aðeins sjö lið í sögu NBA hafa komið til baka og sigrað í einvígi eftir að hafa lent undir 3-1, en þar af urðu fimm þeirra NBA meistarar.Phil Jackson, þjálfari Los Angeles Lakers, hefur aldrei fallið úr keppni í fyrstu umferð úrslitakeppninnar á ferli sínum sem þjálfari og það sem meira er, hafa lið undir hans stjórn unnið 44 einvígi þar sem þau hafa á annað borð komist yfir - og aldrei tapað.
Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Sport Fleiri fréttir Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Max svaraði Marko fullum hálsi Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sjá meira