Shaq er áttunda undur veraldar 5. maí 2006 06:13 Tröllið Shaquille O´Neal hafði loksins ástæðu til að brosa í nótt NordicPhotos/GettyImages Shaquille O´Neal valdi sér góðan tíma til að vakna til lífsins með liði sínu Miami Heat í nótt þegar liðið sló Chicago út í fyrstu umferð úrslitakeppninnar í Austurdeildinni með 113-96 sigri á útivelli í sjötta leik liðanna. O´Neal skoraði 30 stig og hirti 20 fráköst í nótt og var líkari sjálfum sér eftir afleita frammistöðu í síðustu leikjum. "Ég gerði mér það ljóst fyrir leikinn að ég þyrfti að fínstilla mig aðeins í kvöld," sagði O´Neal, sem hafði verið í samfelldum villuvandræðum í síðustu leikjum. "Ég vissi að ég gæti ekki beitt styrk mínum frekar en í hinum leikjunum og því ákvað ég að beita sveifluskotunum meira og reyndi að beita mér varlega í hjálparvörninni og sleppa við aulavillur." Dwayne Wade spilaði leikinn þrátt fyrir að vera meiddur á mjöðm og endaði með 23 stig. James Posey skoraði 18 stig og Udonis Haslem skoraði 17 stig og hirti 14 fráköst. Chicago-liðið náði sér aldrei almennilega á strik í leiknum í gær og er fallið úr leik. Kirk Hinrich skoraði 23 stig, Ben Gordon skoraði 21 stig og Andres Nocioni bætti við 20 stigum. "Það er hálf kaldhæðnislegt að við eigum að vera lið sem vinnur á góðum varnarleik, en vörnin hjá okkur var meira og minna skelfileg í öllu einvíginu," sagði Kirk Hinrich fúll eftir leikinn. Shaquille O´Neal lét loksins til sín taka í einvíginu eftir þrjá afleita leiki í röð. "Ég sagði strákunum bara að dæla boltanum á mig og lét ekki plata mig í klaufalegar villur í þetta sinn," sagði hann og Dwayne Wade tók í sama streng. "Það ræður enginn við Shaq undir körfunni. Hann er áttunda undur veraldar," sagði Wade. Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Fer 41 árs Vonn á Ólympíuleika? Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Sjá meira
Shaquille O´Neal valdi sér góðan tíma til að vakna til lífsins með liði sínu Miami Heat í nótt þegar liðið sló Chicago út í fyrstu umferð úrslitakeppninnar í Austurdeildinni með 113-96 sigri á útivelli í sjötta leik liðanna. O´Neal skoraði 30 stig og hirti 20 fráköst í nótt og var líkari sjálfum sér eftir afleita frammistöðu í síðustu leikjum. "Ég gerði mér það ljóst fyrir leikinn að ég þyrfti að fínstilla mig aðeins í kvöld," sagði O´Neal, sem hafði verið í samfelldum villuvandræðum í síðustu leikjum. "Ég vissi að ég gæti ekki beitt styrk mínum frekar en í hinum leikjunum og því ákvað ég að beita sveifluskotunum meira og reyndi að beita mér varlega í hjálparvörninni og sleppa við aulavillur." Dwayne Wade spilaði leikinn þrátt fyrir að vera meiddur á mjöðm og endaði með 23 stig. James Posey skoraði 18 stig og Udonis Haslem skoraði 17 stig og hirti 14 fráköst. Chicago-liðið náði sér aldrei almennilega á strik í leiknum í gær og er fallið úr leik. Kirk Hinrich skoraði 23 stig, Ben Gordon skoraði 21 stig og Andres Nocioni bætti við 20 stigum. "Það er hálf kaldhæðnislegt að við eigum að vera lið sem vinnur á góðum varnarleik, en vörnin hjá okkur var meira og minna skelfileg í öllu einvíginu," sagði Kirk Hinrich fúll eftir leikinn. Shaquille O´Neal lét loksins til sín taka í einvíginu eftir þrjá afleita leiki í röð. "Ég sagði strákunum bara að dæla boltanum á mig og lét ekki plata mig í klaufalegar villur í þetta sinn," sagði hann og Dwayne Wade tók í sama streng. "Það ræður enginn við Shaq undir körfunni. Hann er áttunda undur veraldar," sagði Wade.
Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Fer 41 árs Vonn á Ólympíuleika? Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum