Ég ber enga virðingu fyrir Kobe Bryant 4. maí 2006 14:55 Þeir Kobe Bryant og Raja Bell hafa háð sannkallað einvígi sín á milli, en hætt er við því að Phoenix eigi lítið svar við Bryant í leiknum í kvöld úr því að Bell verður í banni NordicPhotos/GettyImages Varnarmaðurinn sterki Raja Bell hjá Phoenix Suns var í gærkvöld dæmdur í eins leiks bann fyrir óíþróttamannslega villu á Kobe Bryant í fimmta leik LA Lakers og Phoenix í fyrrakvöld og ljóst að þessi tíðindi eru liði Phoenix gríðarlegt áfall fyrir sjötta leikinn í Los Angeles, sem sýndur verður beint á NBA TV í nótt. Bell hefur hangið á Bryant eins og skuggi allt einvígið og er eini leikmaður Phoenix sem á fræðilegan möguleika á að hægja á honum. Það eru því slæm tíðindi fyrir Phoenix að missa Bell í bann á þessum tímapunkti, því fastlega má reikna með að Bryant komi einbeittur til leiks í nótt þegar Lakers getur gert út um einvígið á heimavelli sínum í Staples Center. Raja Bell tók tíðindunum um leikbannið með jafnaðargeði og sagðist ekki geta mótmælt því - en vandaði mótherja sínum ekki kveðjurnar. "Kobe Bryant er hrokafullur og sjálfumglaður einstaklingur og ég ber enga virðingu fyrir honum" sagði Bell og bætti við að Bryant hefði slegið sig marg oft í andlitið í leiknum. "Ég er með mar á kinninni og mig verkjar í kjálkann ef ég opna munninn eftir höggin frá honum. Þegar ég fæ mörg högg í andlitið frá sama manninum, er sá hinn sami farinn yfir strikið hjá mér og ég fékk einfaldlega nóg af þessu. Ég veit að það sem ég gerði var ekki rétt og ég tek ábyrgð á því, en það var einfaldlega komið nóg af svona bellibrögðum - þetta er ekki körfubolti," sagði Bell. Nokkru áður en Bell braut harkalega á Bryant, hafði hann hrópað á dómara leiksins og kvartað yfir höggunum frá Bryant, en þá skarst Phil Jackson, þjálfari Lakers í leikinn og öskraði á dómarann að Bell hefði átt skilið að fá á kjaftinn. Augnabliki síðar braut Bell svo harkalega á Bryant, sneri sér að varamannabekk Lakers og kallaði til Jackson; "Þarna hefurðu villuna þína." Hann var svo sendur í bað fyrir villuna og Bryant fékk reyndar að fara sömu leið síðar í leiknum fyrir að nöldra í dómaranum. Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Fótbolti Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Sport Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Körfubolti Spánverjar og Belgar skoruðu sex Fótbolti Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Sport Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Fleiri fréttir Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Onana samþykkir skiptin til Tyrklands „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Andrea tók sjötta sætið Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Langþráð hjá Melsungen Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Angel Reese í hálfs leiks bann Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Dagskráin í dag: Formúlan og fleira Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Sjá meira
Varnarmaðurinn sterki Raja Bell hjá Phoenix Suns var í gærkvöld dæmdur í eins leiks bann fyrir óíþróttamannslega villu á Kobe Bryant í fimmta leik LA Lakers og Phoenix í fyrrakvöld og ljóst að þessi tíðindi eru liði Phoenix gríðarlegt áfall fyrir sjötta leikinn í Los Angeles, sem sýndur verður beint á NBA TV í nótt. Bell hefur hangið á Bryant eins og skuggi allt einvígið og er eini leikmaður Phoenix sem á fræðilegan möguleika á að hægja á honum. Það eru því slæm tíðindi fyrir Phoenix að missa Bell í bann á þessum tímapunkti, því fastlega má reikna með að Bryant komi einbeittur til leiks í nótt þegar Lakers getur gert út um einvígið á heimavelli sínum í Staples Center. Raja Bell tók tíðindunum um leikbannið með jafnaðargeði og sagðist ekki geta mótmælt því - en vandaði mótherja sínum ekki kveðjurnar. "Kobe Bryant er hrokafullur og sjálfumglaður einstaklingur og ég ber enga virðingu fyrir honum" sagði Bell og bætti við að Bryant hefði slegið sig marg oft í andlitið í leiknum. "Ég er með mar á kinninni og mig verkjar í kjálkann ef ég opna munninn eftir höggin frá honum. Þegar ég fæ mörg högg í andlitið frá sama manninum, er sá hinn sami farinn yfir strikið hjá mér og ég fékk einfaldlega nóg af þessu. Ég veit að það sem ég gerði var ekki rétt og ég tek ábyrgð á því, en það var einfaldlega komið nóg af svona bellibrögðum - þetta er ekki körfubolti," sagði Bell. Nokkru áður en Bell braut harkalega á Bryant, hafði hann hrópað á dómara leiksins og kvartað yfir höggunum frá Bryant, en þá skarst Phil Jackson, þjálfari Lakers í leikinn og öskraði á dómarann að Bell hefði átt skilið að fá á kjaftinn. Augnabliki síðar braut Bell svo harkalega á Bryant, sneri sér að varamannabekk Lakers og kallaði til Jackson; "Þarna hefurðu villuna þína." Hann var svo sendur í bað fyrir villuna og Bryant fékk reyndar að fara sömu leið síðar í leiknum fyrir að nöldra í dómaranum.
Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Fótbolti Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Sport Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Körfubolti Spánverjar og Belgar skoruðu sex Fótbolti Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Sport Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Fleiri fréttir Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Onana samþykkir skiptin til Tyrklands „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Andrea tók sjötta sætið Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Langþráð hjá Melsungen Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Angel Reese í hálfs leiks bann Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Dagskráin í dag: Formúlan og fleira Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Sjá meira