LeBron James kláraði Washington aftur 4. maí 2006 04:34 James fagnar hér sigurkörfu sinni gegn Washington í nótt á yfirvegaðan hátt og í baksýn má sjá að ljósin á spjaldinu sem gefa til kynna lokaflautið, eru enn kveikt NordicPhotos/GettyImages Undrabarnið LeBron James heldur uppteknum hætti í sinni fyrstu heimsókn á stóra sviðið í úrslitakeppni NBA, en í nótt skoraði hann aðra sigurkörfu sína á nokkrum dögum þegar Cleveland lagði Washington 121-120 í æsilegum framlengdum leik og náði forystu 3-2 í einvígi liðanna. James skoraði 45 stig fyrir Cleveland og Gilbert Arenas skoraði 44 fyrir Washington. LeBron James skoraði magnaða sigurkörfu Cleveland þegar 0,9 sekúndur lifðu af framlengingunni í nótt, en eftir að honum hafði mistekist að tryggja Cleveland sigurinn með skoti í lok venjulegs leiktíma - fór ekkert úrskeiðis á síðasta augnablikinu í framlengingunni. Allir leikmennirnir á vellinum vissu að James fengi boltann, en hann keyrði framhjá varnarmanni sínum og skoraði með sniðskoti yfir þrjá varnarmenn sem mættu honum undir körfunni. Hér má sjá James keyra upp að körfunni og skora körfuna sem skildi liðin að í nótt, aðeins 0,9 sekúndum áður en lokaflautið gall í framlengingunninordicphotos/getty images Þetta var aðeins fimmti leikur hinnar ungu ofurstjörnu í úrslitakeppni á stuttum ferli hans, en hann hefur þegar skorað sigurkörfu Cleveland í tveimur þeirra. Cleveland getur nú tryggt sér sigur í einvíginu með því að leggja Washington í höfuðstaðnum í næsta leik. Eins og búast mátti við, snerist leikur gærkvöldsins upp í einvígi þeirra James og Gilbert Arenas. James skoraði sem fyrr segir 45 stig í leiknum, auk þess að hirða 7 fráköst og gefa 6 stoðsendingar. Larry Hughes skoraði 24 stig og Eric Snow skoraði 18 stig. Hjá Washington skoraði Gilbert Arenas 44 stig, Antawn Jamison skoraði 32 stig og Caron Butler skoraði 20 stig og hirti 11 fráköst. Þetta var í fyrsta sinn sem tveir menn skora yfir 40 stig í sama leiknum í úrslitakeppninni síðan Shaquille O´Neal (44) og Allen Iverson (48) í fyrsta leik lokaúrslitanna árið 2001. Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Fótbolti Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Fótbolti Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Enski boltinn Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn Spilaði með brotið bringubein í tvo mánuði Handbolti „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Körfubolti Fleiri fréttir Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Fjórir bestu mætast í lengri leikjum á Snorrabraut Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra „Aðeins öðruvísi en alltaf geggjað að hafa Katrínu með mér“ Segja þetta ekki sanngjarnt og að þetta yrði bara farsi Ísland og Noregur mætast á IceBox í kvöld Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann „Ég er með mikla orku“ Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Spilaði með brotið bringubein í tvo mánuði „Þær eru með frábæran línumann“ Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Dagskrá: Stærsta boxmót á Íslandi, Körfuboltakvöld og formúla Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur „Þetta lítur verr út en þetta var“ Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Litáar unnu Breta á flautukörfu Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Orri var flottur í Íslendingaslagnum Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Sjá meira
Undrabarnið LeBron James heldur uppteknum hætti í sinni fyrstu heimsókn á stóra sviðið í úrslitakeppni NBA, en í nótt skoraði hann aðra sigurkörfu sína á nokkrum dögum þegar Cleveland lagði Washington 121-120 í æsilegum framlengdum leik og náði forystu 3-2 í einvígi liðanna. James skoraði 45 stig fyrir Cleveland og Gilbert Arenas skoraði 44 fyrir Washington. LeBron James skoraði magnaða sigurkörfu Cleveland þegar 0,9 sekúndur lifðu af framlengingunni í nótt, en eftir að honum hafði mistekist að tryggja Cleveland sigurinn með skoti í lok venjulegs leiktíma - fór ekkert úrskeiðis á síðasta augnablikinu í framlengingunni. Allir leikmennirnir á vellinum vissu að James fengi boltann, en hann keyrði framhjá varnarmanni sínum og skoraði með sniðskoti yfir þrjá varnarmenn sem mættu honum undir körfunni. Hér má sjá James keyra upp að körfunni og skora körfuna sem skildi liðin að í nótt, aðeins 0,9 sekúndum áður en lokaflautið gall í framlengingunninordicphotos/getty images Þetta var aðeins fimmti leikur hinnar ungu ofurstjörnu í úrslitakeppni á stuttum ferli hans, en hann hefur þegar skorað sigurkörfu Cleveland í tveimur þeirra. Cleveland getur nú tryggt sér sigur í einvíginu með því að leggja Washington í höfuðstaðnum í næsta leik. Eins og búast mátti við, snerist leikur gærkvöldsins upp í einvígi þeirra James og Gilbert Arenas. James skoraði sem fyrr segir 45 stig í leiknum, auk þess að hirða 7 fráköst og gefa 6 stoðsendingar. Larry Hughes skoraði 24 stig og Eric Snow skoraði 18 stig. Hjá Washington skoraði Gilbert Arenas 44 stig, Antawn Jamison skoraði 32 stig og Caron Butler skoraði 20 stig og hirti 11 fráköst. Þetta var í fyrsta sinn sem tveir menn skora yfir 40 stig í sama leiknum í úrslitakeppninni síðan Shaquille O´Neal (44) og Allen Iverson (48) í fyrsta leik lokaúrslitanna árið 2001.
Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Fótbolti Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Fótbolti Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Enski boltinn Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn Spilaði með brotið bringubein í tvo mánuði Handbolti „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Körfubolti Fleiri fréttir Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Fjórir bestu mætast í lengri leikjum á Snorrabraut Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra „Aðeins öðruvísi en alltaf geggjað að hafa Katrínu með mér“ Segja þetta ekki sanngjarnt og að þetta yrði bara farsi Ísland og Noregur mætast á IceBox í kvöld Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann „Ég er með mikla orku“ Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Spilaði með brotið bringubein í tvo mánuði „Þær eru með frábæran línumann“ Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Dagskrá: Stærsta boxmót á Íslandi, Körfuboltakvöld og formúla Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur „Þetta lítur verr út en þetta var“ Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Litáar unnu Breta á flautukörfu Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Orri var flottur í Íslendingaslagnum Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Sjá meira