Borgarafundur á Ísafirði í kvöld 2. maí 2006 13:56 Frá Ísafirði MYND/GVA Bæjarmálin á Ísafirði verða í brennidepli á fimmta borgarafundinum sem NFS efnir til í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga. Þá verða kynntar niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar Félagsvísindastofnunar á fylgi flokkanna í bænum. Ísafjörður er vettvangur fimmta borgarafundar NFS þar sem saman koma oddvitar þeirra framboða sem hafa kynnt lista sinn. Í upphafi fundarins verða kynntar niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar Félagsvísindastofnunar um fylgi flokkanna í bænum. Fyrri kannanir hafa sýnt miklar fylgissveiflur og því spurning hvaða tíðinda er að vænta á Ísafirði. Fyrsta könnunin var gerð á Akranesi og gaf til kynna að meirihluti Samfylkingarinnar og Framsóknarflokks væri fallinn. Sjálfstæðismenn auka fylgi sitt samkvæmt könnuninni og gæla við möguleikann á að fá hreinan meirihluta. Vinstri-grænir eru í sókn á hinum enda hins pólitíska litrófs og næðu inn manni í bæjarstjórn í fyrsta sinn samkvæmt þessu. Tíðindin héldu áfram í næstu könnun. Sjálfstæðismenn ná hreinum meirihluta í Árborg samkvæmt könnuninni þar og fella þar með meirihluta Samfylkingarinnar og Framsóknarflokks. Sjálfstæðismenn tvöfalda fylgi sitt samkvæmt könnuninni en nær þriðji hver kjósandi snýr baki við flokkunum sem nú eru í meirihlutasamstarfi. Þriðji meirihlutinn til að falla í könnunum Félagsvísindastofnunar fyrir NFS var meirihluti Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks á Akureyri. Og er ástæðan sú að Framsókn tapar miklu fylgi. Listi fólksins tapar líka miklu fylgi en Vinstri-grænir eru í stórsókn samkvæmt könnuninni. Stóru tíðindin á Fjarðarbyggð voru kannski þau að Framsóknarflokkurinn bætti við sig fylgi, ólíkt hinum sveitarfélögunum. Á það ber þó að líta að þrjú sveitarfélög sameinast Fjarðarbyggð og tvö þeirra eru mikil Framsóknarvígi. Samkvæmt þessu héldi meirihluti Framsóknarflokksins og Fjarðarlista en Biðlistinn þurrkast út. Svo er bara að sjá hverjar verða niðurstöður könnunarinnar á Ísafirði og hvort oddvitar framboðanna og þau málefni sem þeir setja á oddinn fá einhverju breytt um það. Það kemur í ljós á NFS og Stöð 2 strax að loknum kvöldfréttum. Fréttir Innlent Stj.mál Sveitarstjórnarmál Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Fleiri fréttir Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Sjá meira
Bæjarmálin á Ísafirði verða í brennidepli á fimmta borgarafundinum sem NFS efnir til í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga. Þá verða kynntar niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar Félagsvísindastofnunar á fylgi flokkanna í bænum. Ísafjörður er vettvangur fimmta borgarafundar NFS þar sem saman koma oddvitar þeirra framboða sem hafa kynnt lista sinn. Í upphafi fundarins verða kynntar niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar Félagsvísindastofnunar um fylgi flokkanna í bænum. Fyrri kannanir hafa sýnt miklar fylgissveiflur og því spurning hvaða tíðinda er að vænta á Ísafirði. Fyrsta könnunin var gerð á Akranesi og gaf til kynna að meirihluti Samfylkingarinnar og Framsóknarflokks væri fallinn. Sjálfstæðismenn auka fylgi sitt samkvæmt könnuninni og gæla við möguleikann á að fá hreinan meirihluta. Vinstri-grænir eru í sókn á hinum enda hins pólitíska litrófs og næðu inn manni í bæjarstjórn í fyrsta sinn samkvæmt þessu. Tíðindin héldu áfram í næstu könnun. Sjálfstæðismenn ná hreinum meirihluta í Árborg samkvæmt könnuninni þar og fella þar með meirihluta Samfylkingarinnar og Framsóknarflokks. Sjálfstæðismenn tvöfalda fylgi sitt samkvæmt könnuninni en nær þriðji hver kjósandi snýr baki við flokkunum sem nú eru í meirihlutasamstarfi. Þriðji meirihlutinn til að falla í könnunum Félagsvísindastofnunar fyrir NFS var meirihluti Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks á Akureyri. Og er ástæðan sú að Framsókn tapar miklu fylgi. Listi fólksins tapar líka miklu fylgi en Vinstri-grænir eru í stórsókn samkvæmt könnuninni. Stóru tíðindin á Fjarðarbyggð voru kannski þau að Framsóknarflokkurinn bætti við sig fylgi, ólíkt hinum sveitarfélögunum. Á það ber þó að líta að þrjú sveitarfélög sameinast Fjarðarbyggð og tvö þeirra eru mikil Framsóknarvígi. Samkvæmt þessu héldi meirihluti Framsóknarflokksins og Fjarðarlista en Biðlistinn þurrkast út. Svo er bara að sjá hverjar verða niðurstöður könnunarinnar á Ísafirði og hvort oddvitar framboðanna og þau málefni sem þeir setja á oddinn fá einhverju breytt um það. Það kemur í ljós á NFS og Stöð 2 strax að loknum kvöldfréttum.
Fréttir Innlent Stj.mál Sveitarstjórnarmál Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Fleiri fréttir Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Sjá meira