Borgarafundur á Ísafirði í kvöld 2. maí 2006 13:56 Frá Ísafirði MYND/GVA Bæjarmálin á Ísafirði verða í brennidepli á fimmta borgarafundinum sem NFS efnir til í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga. Þá verða kynntar niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar Félagsvísindastofnunar á fylgi flokkanna í bænum. Ísafjörður er vettvangur fimmta borgarafundar NFS þar sem saman koma oddvitar þeirra framboða sem hafa kynnt lista sinn. Í upphafi fundarins verða kynntar niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar Félagsvísindastofnunar um fylgi flokkanna í bænum. Fyrri kannanir hafa sýnt miklar fylgissveiflur og því spurning hvaða tíðinda er að vænta á Ísafirði. Fyrsta könnunin var gerð á Akranesi og gaf til kynna að meirihluti Samfylkingarinnar og Framsóknarflokks væri fallinn. Sjálfstæðismenn auka fylgi sitt samkvæmt könnuninni og gæla við möguleikann á að fá hreinan meirihluta. Vinstri-grænir eru í sókn á hinum enda hins pólitíska litrófs og næðu inn manni í bæjarstjórn í fyrsta sinn samkvæmt þessu. Tíðindin héldu áfram í næstu könnun. Sjálfstæðismenn ná hreinum meirihluta í Árborg samkvæmt könnuninni þar og fella þar með meirihluta Samfylkingarinnar og Framsóknarflokks. Sjálfstæðismenn tvöfalda fylgi sitt samkvæmt könnuninni en nær þriðji hver kjósandi snýr baki við flokkunum sem nú eru í meirihlutasamstarfi. Þriðji meirihlutinn til að falla í könnunum Félagsvísindastofnunar fyrir NFS var meirihluti Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks á Akureyri. Og er ástæðan sú að Framsókn tapar miklu fylgi. Listi fólksins tapar líka miklu fylgi en Vinstri-grænir eru í stórsókn samkvæmt könnuninni. Stóru tíðindin á Fjarðarbyggð voru kannski þau að Framsóknarflokkurinn bætti við sig fylgi, ólíkt hinum sveitarfélögunum. Á það ber þó að líta að þrjú sveitarfélög sameinast Fjarðarbyggð og tvö þeirra eru mikil Framsóknarvígi. Samkvæmt þessu héldi meirihluti Framsóknarflokksins og Fjarðarlista en Biðlistinn þurrkast út. Svo er bara að sjá hverjar verða niðurstöður könnunarinnar á Ísafirði og hvort oddvitar framboðanna og þau málefni sem þeir setja á oddinn fá einhverju breytt um það. Það kemur í ljós á NFS og Stöð 2 strax að loknum kvöldfréttum. Fréttir Innlent Stj.mál Sveitarstjórnarmál Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Sjá meira
Bæjarmálin á Ísafirði verða í brennidepli á fimmta borgarafundinum sem NFS efnir til í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga. Þá verða kynntar niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar Félagsvísindastofnunar á fylgi flokkanna í bænum. Ísafjörður er vettvangur fimmta borgarafundar NFS þar sem saman koma oddvitar þeirra framboða sem hafa kynnt lista sinn. Í upphafi fundarins verða kynntar niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar Félagsvísindastofnunar um fylgi flokkanna í bænum. Fyrri kannanir hafa sýnt miklar fylgissveiflur og því spurning hvaða tíðinda er að vænta á Ísafirði. Fyrsta könnunin var gerð á Akranesi og gaf til kynna að meirihluti Samfylkingarinnar og Framsóknarflokks væri fallinn. Sjálfstæðismenn auka fylgi sitt samkvæmt könnuninni og gæla við möguleikann á að fá hreinan meirihluta. Vinstri-grænir eru í sókn á hinum enda hins pólitíska litrófs og næðu inn manni í bæjarstjórn í fyrsta sinn samkvæmt þessu. Tíðindin héldu áfram í næstu könnun. Sjálfstæðismenn ná hreinum meirihluta í Árborg samkvæmt könnuninni þar og fella þar með meirihluta Samfylkingarinnar og Framsóknarflokks. Sjálfstæðismenn tvöfalda fylgi sitt samkvæmt könnuninni en nær þriðji hver kjósandi snýr baki við flokkunum sem nú eru í meirihlutasamstarfi. Þriðji meirihlutinn til að falla í könnunum Félagsvísindastofnunar fyrir NFS var meirihluti Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks á Akureyri. Og er ástæðan sú að Framsókn tapar miklu fylgi. Listi fólksins tapar líka miklu fylgi en Vinstri-grænir eru í stórsókn samkvæmt könnuninni. Stóru tíðindin á Fjarðarbyggð voru kannski þau að Framsóknarflokkurinn bætti við sig fylgi, ólíkt hinum sveitarfélögunum. Á það ber þó að líta að þrjú sveitarfélög sameinast Fjarðarbyggð og tvö þeirra eru mikil Framsóknarvígi. Samkvæmt þessu héldi meirihluti Framsóknarflokksins og Fjarðarlista en Biðlistinn þurrkast út. Svo er bara að sjá hverjar verða niðurstöður könnunarinnar á Ísafirði og hvort oddvitar framboðanna og þau málefni sem þeir setja á oddinn fá einhverju breytt um það. Það kemur í ljós á NFS og Stöð 2 strax að loknum kvöldfréttum.
Fréttir Innlent Stj.mál Sveitarstjórnarmál Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Sjá meira