Clippers áfram í fyrsta sinn í 30 ár 2. maí 2006 11:10 Leikmenn LA Clippers fögnuðu innilega eftir sigurinn á Denver, en nú gæti farið svo að Los Angeles-liðin mætist í næstu umferð ef Lakers nær að slá út Phoenix í kvöld. Sá leikur verður í beinni útsendingu á Sýn. NordicPhotos/GettyImages Los Angeles Clippers gekk í gær frá Denver Nuggets 101-83 og vann einvígi liðanna í fyrstu umferð úrslitakeppni Vesturdeildarinnar auðveldlega 4-1. Þetta er í fyrsta sinn í yfir þrjá áratugi sem félagið vinnur seríu í úrslitakeppni. Þá kláraði Dallas dæmið gegn Memphis og Detroit komst í vænlega stöðu gegn Milwaukee. LA Clippers vann síðast seríu í úrslitakeppni árið 1976, þegar liðið hét Buffalo Braves. Liðið flutti því næst til San Diego og nú síðast til Los Angeles, en fjórir sigrar liðsins í ár jöfnuðu samanlagðan fjölda leikja sem liðið hafði unnið í úrslitakeppni þar síðan það flutti til borgar englanna árið 1984. Cuttino Mobley og Corey Maggette skoruðu 23 stig hvor í sigrinum í gær og Elton Brand bætti við 21 stigi og 13 fráköstum. Carmelo Anthony skoraði 23 stig fyrir Denver í gær, en náði sér aldrei á strik í einvíginu frekar en nokkur félaga hans. Dallas vann fyrirhafnarlítinn sigur á Memphis Grizzlies í leik sem sýndur var á NBA TV í nótt. Dallas sópaði Memphis þar með 4-0 út úr úrslitakeppninni og vann sinn fyrsta 4-0 sigur í úrslitakeppni í sögu félagsins. Memphis setti met með 12 tapi sínu í röð í úrslitakeppni síðan liðið komst þangað fyrst í sögu félagsins. Dirk Nowitzki var Memphis erfiður ljár í þúfu sem fyrr og skoraði 27 stig og Josh Howard 24 stig. Pau Gasol skoraði 25 stig fyrir Memphis. Detroit getur klárað einvígi sitt við Milwaukee í næsta leik á heimavelli eftir góðan útisigur í gær 109-99 og staðan því orðin 3-1 fyrir Detroit. Chauncey Billups skoraði 34 stig fyrir Detroit og Michael Redd skoraði 33 fyrir Milwaukee. Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Sanchez sleppt úr haldi Sport Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Fótbolti Mun Zidane taka við af Deschamps? Sport Undankeppni HM ´26: Allt nærrum því eftir bókinni í leikjum dagsins Fótbolti Hilmar skoraði 11 stig í sigri Körfubolti Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Handbolti Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Körfubolti Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Körfubolti Svona var blaðamannafundur Deschamps Fótbolti Danmörk - Grikkland 3-1 | Danir fóru létt með Grikki Fótbolti Fleiri fréttir Sanchez sleppt úr haldi Mun Zidane taka við af Deschamps? Hilmar skoraði 11 stig í sigri Undankeppni HM ´26: Allt nærrum því eftir bókinni í leikjum dagsins Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Sandra María skoraði í fjórða leiknum í röð Tryggvi frákastahæstur í öruggum sigri Danmörk - Grikkland 3-1 | Danir fóru létt með Grikki Gunnar Vatnhamar leiddi Færeyinga til sigurs gegn Tékklandi Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Svona var blaðamannafundur Deschamps Diljá fagnaði í lokin þrátt fyrir draumabyrjun hjá Sædísi og Örnu Ásdís Karen skoraði í langþráðum sigri Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Hættir í landsliðinu aðeins þremur landsleikjum frá tvöhundruð Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Rándýra framherjapar Svía ósýnilegt þegar neyðin var stærst Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Miklu fljótari upp í fimmtíu mörkin en bæði Messi og Ronaldo Mbappé segir fólki að láta Lamine Yamal í friði Settar í bann fyrir búðarþjófnað Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Fór upp Eiffelturninn á hjóli NFL-stjarna fjárfestir í kvennaliði Boston Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Sjá meira
Los Angeles Clippers gekk í gær frá Denver Nuggets 101-83 og vann einvígi liðanna í fyrstu umferð úrslitakeppni Vesturdeildarinnar auðveldlega 4-1. Þetta er í fyrsta sinn í yfir þrjá áratugi sem félagið vinnur seríu í úrslitakeppni. Þá kláraði Dallas dæmið gegn Memphis og Detroit komst í vænlega stöðu gegn Milwaukee. LA Clippers vann síðast seríu í úrslitakeppni árið 1976, þegar liðið hét Buffalo Braves. Liðið flutti því næst til San Diego og nú síðast til Los Angeles, en fjórir sigrar liðsins í ár jöfnuðu samanlagðan fjölda leikja sem liðið hafði unnið í úrslitakeppni þar síðan það flutti til borgar englanna árið 1984. Cuttino Mobley og Corey Maggette skoruðu 23 stig hvor í sigrinum í gær og Elton Brand bætti við 21 stigi og 13 fráköstum. Carmelo Anthony skoraði 23 stig fyrir Denver í gær, en náði sér aldrei á strik í einvíginu frekar en nokkur félaga hans. Dallas vann fyrirhafnarlítinn sigur á Memphis Grizzlies í leik sem sýndur var á NBA TV í nótt. Dallas sópaði Memphis þar með 4-0 út úr úrslitakeppninni og vann sinn fyrsta 4-0 sigur í úrslitakeppni í sögu félagsins. Memphis setti met með 12 tapi sínu í röð í úrslitakeppni síðan liðið komst þangað fyrst í sögu félagsins. Dirk Nowitzki var Memphis erfiður ljár í þúfu sem fyrr og skoraði 27 stig og Josh Howard 24 stig. Pau Gasol skoraði 25 stig fyrir Memphis. Detroit getur klárað einvígi sitt við Milwaukee í næsta leik á heimavelli eftir góðan útisigur í gær 109-99 og staðan því orðin 3-1 fyrir Detroit. Chauncey Billups skoraði 34 stig fyrir Detroit og Michael Redd skoraði 33 fyrir Milwaukee.
Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Sanchez sleppt úr haldi Sport Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Fótbolti Mun Zidane taka við af Deschamps? Sport Undankeppni HM ´26: Allt nærrum því eftir bókinni í leikjum dagsins Fótbolti Hilmar skoraði 11 stig í sigri Körfubolti Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Handbolti Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Körfubolti Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Körfubolti Svona var blaðamannafundur Deschamps Fótbolti Danmörk - Grikkland 3-1 | Danir fóru létt með Grikki Fótbolti Fleiri fréttir Sanchez sleppt úr haldi Mun Zidane taka við af Deschamps? Hilmar skoraði 11 stig í sigri Undankeppni HM ´26: Allt nærrum því eftir bókinni í leikjum dagsins Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Sandra María skoraði í fjórða leiknum í röð Tryggvi frákastahæstur í öruggum sigri Danmörk - Grikkland 3-1 | Danir fóru létt með Grikki Gunnar Vatnhamar leiddi Færeyinga til sigurs gegn Tékklandi Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Svona var blaðamannafundur Deschamps Diljá fagnaði í lokin þrátt fyrir draumabyrjun hjá Sædísi og Örnu Ásdís Karen skoraði í langþráðum sigri Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Hættir í landsliðinu aðeins þremur landsleikjum frá tvöhundruð Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Rándýra framherjapar Svía ósýnilegt þegar neyðin var stærst Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Miklu fljótari upp í fimmtíu mörkin en bæði Messi og Ronaldo Mbappé segir fólki að láta Lamine Yamal í friði Settar í bann fyrir búðarþjófnað Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Fór upp Eiffelturninn á hjóli NFL-stjarna fjárfestir í kvennaliði Boston Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Sjá meira