Dramatíkin í hámarki í nótt 29. apríl 2006 05:16 LeBron James fagnar hér sigrinum á Washington ásamt félaga sínum Donyell Marshall NordicPhotos/GettyImages Þrír háspennuleikir fóru fram í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í nótt og réðust úrslitin í tveimur þeirra í blálokin. LeBron James var skoraði sigurkörfu Cleveland gegn Washington og Sacramento lagði meistarana með körfu um leið og lokaflautið gall. Þá er lið Los Angeles Lakers komið í bílstjórasætið gegn Phoenix eftir sigur á heimavelli sínum í þriðja leik liðanna. Undrabarnið LeBron James hjá Cleveland heldur áfram að minna rækilega á sig sem einn af bestu leikmönnum deildarinnar, en í nótt sallaði hann 41 stigi á Washington og skoraði sigurkörfuna í 97-96 sigri Cleveland á útivelli. James háði mikið einvígi við Gilbert Arenas hjá Washinton í fjórða leikhlutanum, þar sem Arenas skoraði helminginn af 34 stigum sínum í leiknum. Hann fékk kjörið tækifæri til að tryggja Washington sigurinn með skoti um leið og leiktíminn rann út, en það geigaði mjög naumlega. Cleveland leiðir 2-1 í einvíginu og fer næsti leikur einnig fram í höfuðborginni. Martin tryggði Sacramento sigurinnGavin Maloof, annar eigenda Sacramento Kings, fagnar hér innilega eftir að lið hans bar sigurorð af meisturunum í nótt og forðaðist að lenda undir 3-0 í einvíginunordicphotos/getty imagesHinn ungi Kevin Martin brá sér í hlutverk hetjunnar í liði Sacramento í nótt þegar liðið skellti meisturum Sacramento 94-93 á heimavelli sínum og minnkaði muninn í 2-1 í einvígi liðanna.Leikurinn var æsispennandi og það var ekki síst fyrir stórleik Ron Artest á lokakaflanum sem heimamenn náðu að halda sér inni í leiknum. Meistararnir voru einu stigi yfir í leiknum og í sókn þegar Manu Ginobili lenti í samstuði í teignum hjá Sacramento og missti knöttinn. Það var svo Martin sem rak boltann fram völlinn í hraðaupphlaupið og náði að skora yfir Tim Duncan um leið og lokaflautið gall.Mike Bibby skoraði 25 stig og gaf 8 stoðsendingar fyrir Sacramento, Ron Artest skoraði 22 stig og hirti 12 fráköst og Bonzi Wells skoraði 19 stig og hirti 14 fráköst. Tim Duncan var atkvæðamestur í liði San Antonio með 29 stig, hirti 12 fráköst og varði 6 skot fyrir San Antonio og Michael Finley skoraði 17 stig.Lakers í bílstjórasætinuÞað var heitt í kolunum í Staples Center í Los Angeles í nótt og hér má sjá dómarana reyna að stilla til friðar þegar upp úr sauð milli leikmanna í eitt skiptiðnordicphotos/getty imagesLos Angeles Lakers vann góðan 99-92 sigur á Phoenix Suns á heimavelli sínum í nótt og hefur því tekið mjög óvænta 2-1 forystu í einvígi liðsins í öðru og sjöunda sæti Vesturdeildinni. Mikill hiti var í leikmönnum í nótt og þó menn hafi tekist hart á, var enginn rekinn í bað þó nokkrar ásetnings- og tæknivillur hafi litið dagsins ljós.Kobe Bryant hafði sem fyrr hægt um sig í sóknarleik Lakers, hitti illa og skoraði aðeins 17 stig. Smush Parker var stigahæstur í liði Lakers með 18 stig, Luke Walton skoraði 17 stig og hirti 10 fráköst og Lamar Odom skoraði 15 stig og hirti 17 fráköst.Shawn Marion skoraði 20 stig fyrir Phoenix, Tim Thomas skoraði 18 stig og Steve Nash skoraði 17 stig og gaf 11 stoðsendingar. Næsti leikur fer fram í Los Angeles og óhætt er að segja að Phoenix verði að fara að spýta í lófana í einvíginu ef ekki á illa að fara. Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Diogo Jota lést í bílslysi Fótbolti Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sport Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Enski boltinn The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Fótbolti Yfirlýsing Ármanns vegna brottvísunar Arnars Péturs: Hann stytti sér leið Sport Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Enski boltinn „Ég var bara með niðurgang“ Fótbolti Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ Fótbolti Á réttri leið eftir röð áfalla: „Sagði við Guðna að ég væri bara hætt“ Sport Fleiri fréttir Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Man. City banarnir duttu út á móti brasilísku liði Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Brutu hefð á Wimbledon mótinu vegna Diogo Jota Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Sænsku stelpurnar sluppu með skrekkinn í lokin Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Chelsea og Barcelona fá bæði risasekt frá UEFA Stór áfangi að spila á EM en aukaatriði í stóru myndinni Ekkert verður af bardaga Gunnars við Magny Taka heilræði Höllu forseta með sér inn í næstu leiki Breiðablik flýgur út á morgun: „Sama félag en mjög langt frá því að vera sama lið“ Partey ákærður fyrir nauðgun Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Endurstilla alla lampana á Laugardalsvelli EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Sjáðu þáttinn um Orkumótið: Flottir eyrnalokkar, algjört kjaftæði og dramatík Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Hafnaði boði Barcelona og heldur sig heima næstu tíu árin Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Á réttri leið eftir röð áfalla: „Sagði við Guðna að ég væri bara hætt“ Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Sjá meira
Þrír háspennuleikir fóru fram í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í nótt og réðust úrslitin í tveimur þeirra í blálokin. LeBron James var skoraði sigurkörfu Cleveland gegn Washington og Sacramento lagði meistarana með körfu um leið og lokaflautið gall. Þá er lið Los Angeles Lakers komið í bílstjórasætið gegn Phoenix eftir sigur á heimavelli sínum í þriðja leik liðanna. Undrabarnið LeBron James hjá Cleveland heldur áfram að minna rækilega á sig sem einn af bestu leikmönnum deildarinnar, en í nótt sallaði hann 41 stigi á Washington og skoraði sigurkörfuna í 97-96 sigri Cleveland á útivelli. James háði mikið einvígi við Gilbert Arenas hjá Washinton í fjórða leikhlutanum, þar sem Arenas skoraði helminginn af 34 stigum sínum í leiknum. Hann fékk kjörið tækifæri til að tryggja Washington sigurinn með skoti um leið og leiktíminn rann út, en það geigaði mjög naumlega. Cleveland leiðir 2-1 í einvíginu og fer næsti leikur einnig fram í höfuðborginni. Martin tryggði Sacramento sigurinnGavin Maloof, annar eigenda Sacramento Kings, fagnar hér innilega eftir að lið hans bar sigurorð af meisturunum í nótt og forðaðist að lenda undir 3-0 í einvíginunordicphotos/getty imagesHinn ungi Kevin Martin brá sér í hlutverk hetjunnar í liði Sacramento í nótt þegar liðið skellti meisturum Sacramento 94-93 á heimavelli sínum og minnkaði muninn í 2-1 í einvígi liðanna.Leikurinn var æsispennandi og það var ekki síst fyrir stórleik Ron Artest á lokakaflanum sem heimamenn náðu að halda sér inni í leiknum. Meistararnir voru einu stigi yfir í leiknum og í sókn þegar Manu Ginobili lenti í samstuði í teignum hjá Sacramento og missti knöttinn. Það var svo Martin sem rak boltann fram völlinn í hraðaupphlaupið og náði að skora yfir Tim Duncan um leið og lokaflautið gall.Mike Bibby skoraði 25 stig og gaf 8 stoðsendingar fyrir Sacramento, Ron Artest skoraði 22 stig og hirti 12 fráköst og Bonzi Wells skoraði 19 stig og hirti 14 fráköst. Tim Duncan var atkvæðamestur í liði San Antonio með 29 stig, hirti 12 fráköst og varði 6 skot fyrir San Antonio og Michael Finley skoraði 17 stig.Lakers í bílstjórasætinuÞað var heitt í kolunum í Staples Center í Los Angeles í nótt og hér má sjá dómarana reyna að stilla til friðar þegar upp úr sauð milli leikmanna í eitt skiptiðnordicphotos/getty imagesLos Angeles Lakers vann góðan 99-92 sigur á Phoenix Suns á heimavelli sínum í nótt og hefur því tekið mjög óvænta 2-1 forystu í einvígi liðsins í öðru og sjöunda sæti Vesturdeildinni. Mikill hiti var í leikmönnum í nótt og þó menn hafi tekist hart á, var enginn rekinn í bað þó nokkrar ásetnings- og tæknivillur hafi litið dagsins ljós.Kobe Bryant hafði sem fyrr hægt um sig í sóknarleik Lakers, hitti illa og skoraði aðeins 17 stig. Smush Parker var stigahæstur í liði Lakers með 18 stig, Luke Walton skoraði 17 stig og hirti 10 fráköst og Lamar Odom skoraði 15 stig og hirti 17 fráköst.Shawn Marion skoraði 20 stig fyrir Phoenix, Tim Thomas skoraði 18 stig og Steve Nash skoraði 17 stig og gaf 11 stoðsendingar. Næsti leikur fer fram í Los Angeles og óhætt er að segja að Phoenix verði að fara að spýta í lófana í einvíginu ef ekki á illa að fara.
Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Diogo Jota lést í bílslysi Fótbolti Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sport Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Enski boltinn The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Fótbolti Yfirlýsing Ármanns vegna brottvísunar Arnars Péturs: Hann stytti sér leið Sport Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Enski boltinn „Ég var bara með niðurgang“ Fótbolti Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ Fótbolti Á réttri leið eftir röð áfalla: „Sagði við Guðna að ég væri bara hætt“ Sport Fleiri fréttir Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Man. City banarnir duttu út á móti brasilísku liði Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Brutu hefð á Wimbledon mótinu vegna Diogo Jota Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Sænsku stelpurnar sluppu með skrekkinn í lokin Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Chelsea og Barcelona fá bæði risasekt frá UEFA Stór áfangi að spila á EM en aukaatriði í stóru myndinni Ekkert verður af bardaga Gunnars við Magny Taka heilræði Höllu forseta með sér inn í næstu leiki Breiðablik flýgur út á morgun: „Sama félag en mjög langt frá því að vera sama lið“ Partey ákærður fyrir nauðgun Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Endurstilla alla lampana á Laugardalsvelli EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Sjáðu þáttinn um Orkumótið: Flottir eyrnalokkar, algjört kjaftæði og dramatík Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Hafnaði boði Barcelona og heldur sig heima næstu tíu árin Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Á réttri leið eftir röð áfalla: „Sagði við Guðna að ég væri bara hætt“ Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Sjá meira