Annar leikur Dallas Mavericks og Memphis Grizzlies verður sýndur í beinni útsendingu á NBA TV á miðnætti í kvöld. Dallas var í bílstjórasætinu í fyrsta leiknum og vann nokkuð sannfærandi sigur, en lið Memphis er enn að bíða eftir fyrsta sigri sínum í úrslitakeppni í stuttri sögu félagsins og hefur tapað öllum níu leikjum sínum hingað til.

