Franski miðjumaðurinn Robert Pires hjá Arsenal hefur nú staðfest að andstæðingar Arsenal í Meistaradeildinni, spænska liðið Villarreal, hafi boðið honum tveggja ára samning. Pires er með lausan samning í sumar og verður þá frjálst að skipta um félag, en hann vill samt helst vera áfram í herbúðum Arsenal. Þar á bæ vilja menn hinsvegar aðeins bjóða honum eins árs samning - en Pires sækist eftir tveggja ára samningi.
"Villarreal hefur boðið mér tveggja ára samning. Í augnablikinu er ég að einbeita mér að því að spila með Arsenal, en ef ég tel mig þurfa þess í sumar - mun ég hefja viðræður við Villarreal í sumar," sagði Frakkinn.