Steve Bruce hrósaði varamanni sínum Mikael Forssell í hástert eftir að framherjinn finnski skoraði sigurmark Birmingham gegn Blackburn í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. "Þetta mark sem hann skoraði gæti hafa verið mikilvægasta mark félagsins í langan tíma, en það á eftir að koma í ljós á næstu dögum. Fyrir viku óttaðist ég að við værum búnir að vera, en strákarnir hafa sýnt frábæra baráttu og nú erum við komnir í ágæta stöðu til að bjarga sæti okkar í úrvalsdeildinni," sagði Bruce.
