Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu stendur í stað á styrkleikalista Alþjóða Knattspyrnusambandsins sem birtur var í dag. Ísland er sem fyrr í 97. sæti listans. Brasilíumenn eru á toppi listans, Tékkar í öðru sætinu og Hollendingar í því þriðja. Athygli vekur að Bandaríkjamenn eru komnir í fjórða sætið á listanum.
Ísland stendur í stað
