Frönsku meistararnir Lyon tryggðu sér í dag fimmta meistaratitil sinn í röð þegar helstu keppinautar þeirra Bordeaux töpuðu 3-2 fyrir Lille. Lyon er í efsta sæti deildarinnar með 75 stig eftir 33 leiki, en Bordeaux hefur spilað 34 leiki og hefur aðeins 61 stig. Lærisveinar Gerard Houllier eru því franskir meistarar enn eina ferðina.
