Franski knattspyrnumaðurinn Eric Cantona sem sló í gegn með Manchester United á sínum tíma, segir að Diego Maradona sé bestir knattspyrnumaður allra tíma - betri en sjálfur Pele.
"Maradona er sá besti af því hann vann HM árið 1986 upp á eigin spýtur. Pele var vissulega góður árið 1970, en Brasilía hefði unnið titilinn þó hann hefði ekki verið í liðinu því það var svo sterkt. Argentínska liðið var alls ekki svo sterkt og á meðan margir segja að Pele sé besti knattspyrnumaður allra tíma - er ég ekki sammála því.
Maradona vann HM upp á eigin spýtur árið 1986, kom Argentínu í úrslitin 1990 og var svo settur í bann árið 1994. Hver veit nema hann hefði komið þeim aftur í úrslitin þá? Hann verður þess vegna alltaf sá besti í mínum huga," sagði Cantona.