PSV Eindhoven varði í dag meistaratitil sinn í hollensku knattspyrnunni þegar liðið gerði 1-1 jafntefli við Groningen á heimavelli sínum og liðið því komið með 80 stig í deildinni þegar aðeins tvær umferðir eru eftir. AZ Alkmaar tapaði á sama tíma fyrir Ajax og hefur 70 stig í öðru sætinu.
