Portsmouth nældi sér í mikilvægt stig í botnbaráttunni í ensku úrvalsdeildinni í dag þegar liðið gerði jafntefli við Blackburn 2-2 á heimavelli sínum. Craig Bellamy skoraði bæði mörk gestanna en þeir Lua-Lua og Svetoslav Todorov skoruðu fyrir heimamenn, sá síðarnefndi tryggði Portsmouth stigið með marki á 78. mínútu. Blackburn varð hinsvegar af mikilvægum stigum í baráttunni um Evrópusæti.
Leik Charlton og Everton lauk með markalausu jafntefli á The Valley, þar sem Hermann Hreiðarsson var fyrirliði Charlton og stóð vaktina allan leikinn eins og vanalega.