Skallagrímur er kominn í úrslit Iceland Express-deild karla í körfubolta eftir frækinn sigur á Keflvíkingum í oddaleik í Keflavík í kvöld 84-80. Þetta er sannarlega sögulegur sigur fyrir Val Ingimundarson þjálfara Skallagríms, sem bar þarna sigurorð af yngri bróður sínum Sigurði Ingimundarsyni, þjálfara Keflavíkur. Leikurinn var æsispennandi í lokin, en Keflvíkingar gerðu dýr mistök á lokasprettinum og voru í raun langt frá sínu besta þegar allt var undir í oddaleiknum í kvöld.
Skallagrímur í úrslit
