Glasgow Celtic tryggði sér í kvöld skoska meistaratitilinn þegar liðið lagði Hearts frá Edinborg 1-0. Afmælisbarnið John Hartson hélt upp á daginn með því að skora eina mark leiksins eftir aðeins þrjár mínútur og því hafa lærisveinar Gordon Strachan endurheimt meistaratitilinn þó enn séu sex umferðir eftir af deildarkeppninni.
