Framherjinn Amare Stoudemire spilar ekki meira með liði Phoenix Suns í vetur eftir að í ljós kom að hann þarf að fara í enn einn hnéuppskurðinn. Í þetta sinn er það þó hægra hnéð og uppskurðurinn minniháttar, en þetta þýðir engu að síður að hann getur ekki spilað með liði sínu í úrslitakeppninni eins og bjartsýnustu menn í herbúðum Phoenix höfðu vonast eftir. Þetta eru skelfileg tíðindi fyrir hinn gríðarlega efnilega Stoudemire, sem nú þarf að bíða fram á næsta haust með að sýna listir sínar á ný í NBA.
Stoudemire úr leik

Mest lesið



Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby
Íslenski boltinn

Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna
Enski boltinn


Íþróttamaður HK til liðs við ÍA
Íslenski boltinn


Frá Skagafirði á Akranes
Körfubolti

