Mótmælaaðgerðir ófaglærðra geti breiðst út um landið 4. apríl 2006 22:00 Forsvarsmenn Starfsgreinasambandsins segja að vel geti farið svo að ófaglært starfsfólk á heilbrigðisstofnunum úti á landi grípi til mótmælaaðgerða eins og setuverkfalls til að knýja á um bætt kjör. Fundað verður með heilbrigðisráðherra í fyrramálið vegna stöðunnar. Ófaglærðir starfsmenn á átta elliheimilum á suðvesturhorninu gripu til setuverkfalls í síðustu viku til þess að vekja athygli á bágum kjörum sínum. Þeir hafa boðað til sams konar verkfalls síðar í þessari viku ef ekki verður komið til móts við kröfur þeirra um sömu laun og fólk fær í sambærilegum störfum hjá sveitarfélögunum. Þá hafa forsvarsmenn verkalýðsfélaga bent á að við blasi flótti úr störfum á stofnunum ef ekkert verði að gert. Forsvarsmenn Starfsgreinasambandsins hafa leitað eftir viðræðum við yfirvöld vegna málsins og hafa fengið fund með heilbrigðsiráðherra. Signý Jóhannesdóttir, sviðsstjóri opinberra starfsmanna hjá Starfsgreinasambandinu, bendir á að munur á launum þeirra sem vinni við umönnun, matseld og ræstingar hjá ríkinu annars vegar og hjá sveitarfélögunum hins vegar geti numið allt að fjörutíu þúsund krónum. Þá segir hún erfiðleika við að manna stöður á heilbrigðisstofnunum ekki bara bundna við elliheimili á höfuðborgarsvæðinu. Starfsgreinasambandið hafi áhyggjur af því að mótmælaaðgerðir geti breiðst út um landið því samanburðurinn á launum sé sá sami, sama hvort menn starfi á höfuðborgarsvæðinu eða annars staðar. Signý segir þó ófaglærða starfsmenn úti á landi eiga minni möguleika á að hverfa til annarra starfa en þá á höfuðborgarsvæðinu. Aðspurð hvort hún eigi von á góðum viðbrögðum frá heilbrigðisráðherra segist Signý ekkert geta sagt til um það. Ef menn vilji leysa vandann verði það ekki gert nema með sameiginlegu átaki í því að færa fjármuni inn í stofnanasamninga sem séu tómir eins og staðan sé í dag. Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Fleiri fréttir Umfangsmikil lögregluaðgerð í Mosfellsbæ Barneignir og sauðfjárrækt á sviðnu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Sjá meira
Forsvarsmenn Starfsgreinasambandsins segja að vel geti farið svo að ófaglært starfsfólk á heilbrigðisstofnunum úti á landi grípi til mótmælaaðgerða eins og setuverkfalls til að knýja á um bætt kjör. Fundað verður með heilbrigðisráðherra í fyrramálið vegna stöðunnar. Ófaglærðir starfsmenn á átta elliheimilum á suðvesturhorninu gripu til setuverkfalls í síðustu viku til þess að vekja athygli á bágum kjörum sínum. Þeir hafa boðað til sams konar verkfalls síðar í þessari viku ef ekki verður komið til móts við kröfur þeirra um sömu laun og fólk fær í sambærilegum störfum hjá sveitarfélögunum. Þá hafa forsvarsmenn verkalýðsfélaga bent á að við blasi flótti úr störfum á stofnunum ef ekkert verði að gert. Forsvarsmenn Starfsgreinasambandsins hafa leitað eftir viðræðum við yfirvöld vegna málsins og hafa fengið fund með heilbrigðsiráðherra. Signý Jóhannesdóttir, sviðsstjóri opinberra starfsmanna hjá Starfsgreinasambandinu, bendir á að munur á launum þeirra sem vinni við umönnun, matseld og ræstingar hjá ríkinu annars vegar og hjá sveitarfélögunum hins vegar geti numið allt að fjörutíu þúsund krónum. Þá segir hún erfiðleika við að manna stöður á heilbrigðisstofnunum ekki bara bundna við elliheimili á höfuðborgarsvæðinu. Starfsgreinasambandið hafi áhyggjur af því að mótmælaaðgerðir geti breiðst út um landið því samanburðurinn á launum sé sá sami, sama hvort menn starfi á höfuðborgarsvæðinu eða annars staðar. Signý segir þó ófaglærða starfsmenn úti á landi eiga minni möguleika á að hverfa til annarra starfa en þá á höfuðborgarsvæðinu. Aðspurð hvort hún eigi von á góðum viðbrögðum frá heilbrigðisráðherra segist Signý ekkert geta sagt til um það. Ef menn vilji leysa vandann verði það ekki gert nema með sameiginlegu átaki í því að færa fjármuni inn í stofnanasamninga sem séu tómir eins og staðan sé í dag.
Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Fleiri fréttir Umfangsmikil lögregluaðgerð í Mosfellsbæ Barneignir og sauðfjárrækt á sviðnu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Sjá meira