Varnarmaðurinn Emanuel Pogatetz hjá Middlesbrough leikur ekki meira með liðinu á tímabilinu eftir að hann hlaut alvarleg höfuðmeiðsli í viðureign Middlesbrough og svissneska liðsins Basel í Uefa-bikarnum í gærkvöldi. Pogatetz brákaðist á kjálkabeini og nefbrotnaði í hörðu samstuði við leikmann Basel.
Pogatetz frá út leiktíðina
