Hagnaður Eskju 40 milljónir 29. mars 2006 16:33 Mynd/Elma Guðmundsdóttir Eskja hf á Eskifirði var rekin með 40 milljón króna hagnaði á síðasta ári. Tekjur félagsins námu 2855 milljónum og lækka nokkuð á milli ára. Rekstrargjöld voru 2152 milljónir og hagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði nam 703 milljónum sem er um 4% lækkun frá fyrra ári. Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að afskriftir ársins hafi numið 362 milljónum. Fjármagnsliðir voru jákvæðir um ríflega 31 milljón. Niðurfærsla hlutabréfaeignar í Íshafi ehf nemur 323 milljónum á árinu, reiknaðir skattar eru 8 milljónir og hagnaður því um 40 milljónir króna. Heildareignir félagsins í lok árs voru 8631 milljón. Eigið fé var 1755 milljónir eða 20,3%. Í tilkynningu frá Eskju segir jafnfram að um mitt síðasta ár var útlit fyrir að afkoma félagsins yrði betri en raunin varð. Aflabrestur varð í kolmunna seinni part ársins og tekjur félagsins því lægri en gert hafi verið ráð fyrir. Skip félagsins veiddu aðeins 48 þúsund tonn af kolmunn á liðnu ári, samanborið við 82 þúsund tonn árð 2004. Þá jókst tilkostnaður við veiðar. Móttekið hráefni til bræðslu var 150 þúsund tonn í fyrra samanborið við 161 þúsund tonn árið 2004. Rekstri Íshafs ehf., sem sérhæfði sig í veiðum og vinnslu á rækju, var hætt síðastliðið haust. Ástæðan fyrir því var viðvarandi veiðibrestur, lækkandi afurðaverð og sterkt gengi krónunnar. Var því ákveðið að stöðva rekstur þess. Eskju er 34,4% og er félagið nærst stærsti hluthafinn í Íshafi ehf og hafði niðurfærsla hlutabréfaeignar í Íshafi veruleg áhrif á niðurstöðutölu rekstrar á síðasta ári. Fram kemur að horfur núverandi rekstrarárs séu nokkuð óljósar. Loðnuvertíðin olli miklum vonbrigðum og verður afkoma í loðnuvinnslu mun lakari en undanfarin ár. Afkoman mun að miklu leyti ráðast af aflabrögðum í kolmunna og NÍ-síld. Almennt er verð á sjávarafurðum hagfellt og rekstrarskilyrði því góð ef veiðar ganga vel, segir í tilkynningunni. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Sjá meira
Eskja hf á Eskifirði var rekin með 40 milljón króna hagnaði á síðasta ári. Tekjur félagsins námu 2855 milljónum og lækka nokkuð á milli ára. Rekstrargjöld voru 2152 milljónir og hagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði nam 703 milljónum sem er um 4% lækkun frá fyrra ári. Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að afskriftir ársins hafi numið 362 milljónum. Fjármagnsliðir voru jákvæðir um ríflega 31 milljón. Niðurfærsla hlutabréfaeignar í Íshafi ehf nemur 323 milljónum á árinu, reiknaðir skattar eru 8 milljónir og hagnaður því um 40 milljónir króna. Heildareignir félagsins í lok árs voru 8631 milljón. Eigið fé var 1755 milljónir eða 20,3%. Í tilkynningu frá Eskju segir jafnfram að um mitt síðasta ár var útlit fyrir að afkoma félagsins yrði betri en raunin varð. Aflabrestur varð í kolmunna seinni part ársins og tekjur félagsins því lægri en gert hafi verið ráð fyrir. Skip félagsins veiddu aðeins 48 þúsund tonn af kolmunn á liðnu ári, samanborið við 82 þúsund tonn árð 2004. Þá jókst tilkostnaður við veiðar. Móttekið hráefni til bræðslu var 150 þúsund tonn í fyrra samanborið við 161 þúsund tonn árið 2004. Rekstri Íshafs ehf., sem sérhæfði sig í veiðum og vinnslu á rækju, var hætt síðastliðið haust. Ástæðan fyrir því var viðvarandi veiðibrestur, lækkandi afurðaverð og sterkt gengi krónunnar. Var því ákveðið að stöðva rekstur þess. Eskju er 34,4% og er félagið nærst stærsti hluthafinn í Íshafi ehf og hafði niðurfærsla hlutabréfaeignar í Íshafi veruleg áhrif á niðurstöðutölu rekstrar á síðasta ári. Fram kemur að horfur núverandi rekstrarárs séu nokkuð óljósar. Loðnuvertíðin olli miklum vonbrigðum og verður afkoma í loðnuvinnslu mun lakari en undanfarin ár. Afkoman mun að miklu leyti ráðast af aflabrögðum í kolmunna og NÍ-síld. Almennt er verð á sjávarafurðum hagfellt og rekstrarskilyrði því góð ef veiðar ganga vel, segir í tilkynningunni.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Sjá meira