Manchester United er 2-0 yfir gegn döpru liði Birmingham í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Ryan Giggs skoraði bæði mörkin, það fyrra með glæsilegri aukaspyrnu en hið seinna eftir lipra sókn og góða sendingu frá Wayne Rooney. Ruud Van Nistelrooy er ekki í byrjunarliði United sem hefur verið miklu mun betra í leiknum og á að vera komið lengra yfir í leiknum.
