Charlton bar sigurorð af Newcastle í ensku úrvalsdeildinni í dag. Hermann Hreiðarsson lék allan leikinn fyrir Charlton og átti skínandi dag í hjarta varnarinnar, líkt og endranær.
Það var markaskorarinn miklu Darren Bent sem skoraði fyrsta markið úr vítaspyrnu eftir að Craig Moore hafði brotið á Jerome Thomas innan teigs. Scott Parker jafnaði metin fyrir Newcastle með stórglæsilegu marki en hann þrimaði boltanum í vinkilinn langt utan af velli.
Parker var ekki lengi í Paradís þar sem Lee Bowyer varð fyrir því óláni að vera fyrir hreinsun Peter Ramage og boltinn þaut í netið framhjá varnarlausum Shay Given. Jay Bothroyd innsiglaði svo 3-1 sigur Charlton með fallegu skallamarki á lokamínútu leiksins, með sinni fyrstu snertingu í leiknum eftir að hafa komið inná sem varamaður.
Charlton vann Newcastle
