Sóknarmaðurinn Andy Cole getur ekki spilað meira með liði Manchester City á þessu tímabili eftir að hann þurfti að fara í annan hnéuppskurð sitt á stuttum tíma. Cole hafði þegar misst úr sjö leiki í röð með City, en nú er ljóst að hann spilar ekki meira í vetur og setur það vonir hans um nýjan samning við félagið væntanlega eitthvað úr skorðum.

