Loks vann New Orleans á heimavelli 22. mars 2006 14:08 Allt er þá þrennt er. New Orleans náði loks að vinna á gamla heimavellinum í þriðju tilraun, en liðið hefur sem kunnugt er spilað flesta leiki sína í Oklahoma City í vetur eftir að fellibylurinn Katrín reið yfir New Orleans NordicPhotos/GettyImages New Orleans Hornets spilaði sinn síðasta leik af þremur á tímabilinu á upprunalegum heimavelli sínum New Orleans Arena í nótt og náði loks að færa stuðningsmönnum sínum sigur eftir tap í fyrstu tveimur leikjunum sem spilaðir voru þar. New Orleans skellti LA Clippers 120-108. Rasual Butler skoraði 28 stig fyrir heimamenn, en Corey Maggette setti 25 stig fyrir Clippers. New Jersey vann sjötta leikinn í röð þegar liðið lagði Washington 112-100 á útivelli. Vince Carter skoraði 28 stig fyrir New Jersey og Richard Jefferson 27, en Gilbert Arenas og Caron Butler skoruðu 25 stig hvor fyrir Washington. New York lá á heimavelli fyrir Toronto 114-109. Mike James skoraði 37 stig fyrir Toronto, en Channing Frye skoraði 19 stig fyrir New York áður en hann þurfti svo að fara af velli meiddur á hné. Charlotte lagði Orlando 108-102. Gerald Wallace skoraði 37 stig fyrir Charlotte, en Hedo Turkoglu skoraði 24 stig fyrir Orlando. Dallas lagði Houston 88-72. Dirk Nowitzki skoraði 28 stig fyrr Dallas, en Luther Head skoraði 16 stig fyrir Houston. Minnesota lagði Miami 100-96, en Miami var án Shaquille O´Neal í leiknum. Ricky Davis skoraði 26 stig og gaf 10 stoðsendingar fyrir Minnesota, en Dwayne Wade skoraði 35 stig fyrir Miami. Memphis valtaði yfir Indiana 105-75 og vann þar sinn fjórða leik í röð. Pau Gasol skoraði 23 stig, hirti 8 fráköst og gaf 7 stoðsendingar fyrir Memphis, en Jeff Foster og Anthony Johnson skoruðu 15 stig hvor fyrir Indiana. San Antonio hélt efsta sætinu í Vesturdeildinni með 107-96 sigri á Golden State og var sá leikur sýndur í beinni útsendingu á NBA TV í nótt. Tony Parker skoraði 29 stig fyrir San Antonio, en Derek Fisher skoraði 27 stig fyrir Golden State. Sacramento vann enn einn heimaleikinn þegar liðið skellti Seattle 105-96. Ron Artest skoraði 34 stig fyrir Sacramento, sem er það mesta síðan hann gekki til liðs við félagið - en Ray Allen skoraði 23 stig fyrir Seattle. Loks vann Utah Jazz nokkuð óvæntan sigur á Phoenix Suns, eftir að hafa lent langt undir í fyrri hálfleik. Steve Nash skoraði 20 stig og gaf 10 stoðsendingar hjá Phoenix og Raja Bell skoraði 18 stig gegn sínu gamla félagi. Hjá Utah skoraði Mehmet Okur 24 stig og hirti 14 fráköst, Carlos Boozer skoraði 23 stig og hirti 10 fráköst, Andrei Kirilenko skoraði 22 stig, hirti 18 fráköst og varði 4 skot og nýliðinn Deron Williams skoraði 17 stig og gaf 11 stoðsendingar. Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Fótbolti Kristófer: Það er nú bara október Körfubolti Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Fótbolti Gerrard neitaði Rangers Fótbolti Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Handbolti Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Sport Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Körfubolti „Þetta var gríðarlega stórt og segir helling um liðið“ Sport Fleiri fréttir Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Dagskráin í dag: Undankeppni HM 2026 og NFL deildin Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Frændur mætast eftir að Djokovic var sleginn út „Þetta var gríðarlega stórt og segir helling um liðið“ Gerrard neitaði Rangers Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Magndís og Einar sæmd heiðursmerki UMFÍ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Martin skoraði 11 stig í naumu tapi Portúgal - Írland 1-0 | Rýtingur í hjarta Heimis Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Cecilía Rán þurfti að sækja boltann tvisvar í netið gegn Fiorentina Elísa Bríet: Ég er ekki búin að ákveða neitt Elísa: Ég hefði kosið sigur Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Noregur - Ísrael 5-0 | Haaland með þrennu í auðveldum sigri Glódís Perla kom inn í byrjunarliðið og Bayern vann toppslaginn Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Uppgjörið: Tindastóll - FHL 5-2 | Tindastóll kvaddi Bestu deildina með stæl Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Sjá meira
New Orleans Hornets spilaði sinn síðasta leik af þremur á tímabilinu á upprunalegum heimavelli sínum New Orleans Arena í nótt og náði loks að færa stuðningsmönnum sínum sigur eftir tap í fyrstu tveimur leikjunum sem spilaðir voru þar. New Orleans skellti LA Clippers 120-108. Rasual Butler skoraði 28 stig fyrir heimamenn, en Corey Maggette setti 25 stig fyrir Clippers. New Jersey vann sjötta leikinn í röð þegar liðið lagði Washington 112-100 á útivelli. Vince Carter skoraði 28 stig fyrir New Jersey og Richard Jefferson 27, en Gilbert Arenas og Caron Butler skoruðu 25 stig hvor fyrir Washington. New York lá á heimavelli fyrir Toronto 114-109. Mike James skoraði 37 stig fyrir Toronto, en Channing Frye skoraði 19 stig fyrir New York áður en hann þurfti svo að fara af velli meiddur á hné. Charlotte lagði Orlando 108-102. Gerald Wallace skoraði 37 stig fyrir Charlotte, en Hedo Turkoglu skoraði 24 stig fyrir Orlando. Dallas lagði Houston 88-72. Dirk Nowitzki skoraði 28 stig fyrr Dallas, en Luther Head skoraði 16 stig fyrir Houston. Minnesota lagði Miami 100-96, en Miami var án Shaquille O´Neal í leiknum. Ricky Davis skoraði 26 stig og gaf 10 stoðsendingar fyrir Minnesota, en Dwayne Wade skoraði 35 stig fyrir Miami. Memphis valtaði yfir Indiana 105-75 og vann þar sinn fjórða leik í röð. Pau Gasol skoraði 23 stig, hirti 8 fráköst og gaf 7 stoðsendingar fyrir Memphis, en Jeff Foster og Anthony Johnson skoruðu 15 stig hvor fyrir Indiana. San Antonio hélt efsta sætinu í Vesturdeildinni með 107-96 sigri á Golden State og var sá leikur sýndur í beinni útsendingu á NBA TV í nótt. Tony Parker skoraði 29 stig fyrir San Antonio, en Derek Fisher skoraði 27 stig fyrir Golden State. Sacramento vann enn einn heimaleikinn þegar liðið skellti Seattle 105-96. Ron Artest skoraði 34 stig fyrir Sacramento, sem er það mesta síðan hann gekki til liðs við félagið - en Ray Allen skoraði 23 stig fyrir Seattle. Loks vann Utah Jazz nokkuð óvæntan sigur á Phoenix Suns, eftir að hafa lent langt undir í fyrri hálfleik. Steve Nash skoraði 20 stig og gaf 10 stoðsendingar hjá Phoenix og Raja Bell skoraði 18 stig gegn sínu gamla félagi. Hjá Utah skoraði Mehmet Okur 24 stig og hirti 14 fráköst, Carlos Boozer skoraði 23 stig og hirti 10 fráköst, Andrei Kirilenko skoraði 22 stig, hirti 18 fráköst og varði 4 skot og nýliðinn Deron Williams skoraði 17 stig og gaf 11 stoðsendingar.
Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Fótbolti Kristófer: Það er nú bara október Körfubolti Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Fótbolti Gerrard neitaði Rangers Fótbolti Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Handbolti Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Sport Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Körfubolti „Þetta var gríðarlega stórt og segir helling um liðið“ Sport Fleiri fréttir Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Dagskráin í dag: Undankeppni HM 2026 og NFL deildin Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Frændur mætast eftir að Djokovic var sleginn út „Þetta var gríðarlega stórt og segir helling um liðið“ Gerrard neitaði Rangers Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Magndís og Einar sæmd heiðursmerki UMFÍ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Martin skoraði 11 stig í naumu tapi Portúgal - Írland 1-0 | Rýtingur í hjarta Heimis Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Cecilía Rán þurfti að sækja boltann tvisvar í netið gegn Fiorentina Elísa Bríet: Ég er ekki búin að ákveða neitt Elísa: Ég hefði kosið sigur Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Noregur - Ísrael 5-0 | Haaland með þrennu í auðveldum sigri Glódís Perla kom inn í byrjunarliðið og Bayern vann toppslaginn Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Uppgjörið: Tindastóll - FHL 5-2 | Tindastóll kvaddi Bestu deildina með stæl Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Sjá meira