Fulham er yfir í hálfleik, 1-0 gegn Englandsmeisturum Chelsea með marki Luis Boa Morte á 17. mínútu en leikurinn hófst kl. 16. Eiður Smári Guðjohnsen er ekki í leikmannahópi Chelsea en Heiðar Helguson er á varamannabekk Fulham.
Jose Mourinho knattspyrnustjóri Chelsea trompaðist á hliðarlínunni eftir að Fulham komst yfir og gerði tvær breytingar á liði sínu strax á 26. mínútu. Hann tók þá Joe Cole og Shaun Wright-Phillips af velli og setti Damien Duff og Didier Drogba inn á í þeirra stað. Mourinho lét ekki þar við sitja og gerði þriðju og síðustu breytinguna á liði sínu strax í hálfleik þegar hann setti Carvalho inn á í stað Robert Huth.