Skallagrímur vann öruggan sigur á Grindavík 95-81 í Borgarnesi í fyrsta leik liðanna í úrslitakeppni karla í körfubolta í kvöld. Eftir að jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik, brunuðu heimamenn framúr í þeim síðari og unnu sannfærandi sigur. George Byrd var atkvæðamestur í liði Skallagríms með 29 stig, en þeir Páll Axel Vilbergsson og Jeremiah Johnson skoruðu 30 stig hvor í liði Grindavíkur.
Liðin eigast við að nýju í Grindavík á sunnudag. Njarðvíkingar unnu baráttusigur á ÍR-ingum 77-67 í Njarðvík.