Rafa Benitez segir að fregnir spænskra blaða í gær um að hann hefði framlengt samning sinn við Liverpool séu ekki réttar, en viðurkennir að vonir standi til með að framlengja núverandi samning hans flótlega. "Ég er mjög ánægður hérna og kann vel við stjórnina, leikmennina og stuðningsmennina, svo ég vil vera hérna sem lengst og reyna að byggja upp fyrir framtíðina," sagði Spánverjinn í dag.

