Uli Hoeness hefur viðurkennt að þýsku meistararnir Bayern Munchen eigi ekki möguleika á að keppa við Chelsea um Michael Ballack, en talið er víst að Ballack gangi í raðir Chelsea á næstu misserum.
"Það er aðeins eitt lið í heiminum sem við getum ekki keppt við í leikmannamálum og það er einmitt Chelsea. Ef Michael fær samningstilboð frá þeim - er ekki möguleiki að við náum að toppa það. Ef Abramovich vill fá ákveðinn leikmann til félagsins, þá bara fer hann út og kaupir hann," sagði Hoeness.