Rafa Benitez er saltvondur út í reglugerð enska knattspyrnusambandsins um að ekki sé hægt að áfrýja rauðum spjöldum sem leikmenn fá eftir að hafa fengið tvö gul spjöld, líkt og um helgina þegar Xabi Alonso var sendur af velli gegn Arsenal. Það þótti Benitez afar blóðugur dómur og telur atvikið styðja frekar hugmyndina um að dómarar notist við myndbandsupptökur til að skera úr um mál sem þetta.