Staðan hjá Chelsea og Tottenham er jöfn 1-1 þegar blásið hefur verið til leikhlés í Stamford Bridge. Michael Essien kom heimamönnum yfir strax á 14. mínútu, en Jermaine Jenas jafnaði metin fyrir Tottenham rétt fyrir lok hálfleiksins. Staðan í leik Birmingham og West Brom er einnig 1-1, en þar er skammt til leiksloka.
