Miðjumaðurinn Kevin Nolan hjá Bolton var í dag kjörinn leikmaður mánaðarins í ensku úrvalsdeildinni. Nolan er 23 ára gamall og hefur skorað 10 mörk í deildinni á tímabilinu, sem verður að teljast gott af miðjumanni að vera. Sam Allardyce stjóri Bolton segist alveg eins búast við að sjá Nolan í enska landsliðinu fljótlega.
Nolan leikmaður febrúarmánaðar
