Keppnistímabilið hjá Norðmanninum Ole Gunnar Solskjær hjá Manchester United er líklega á enda runnið eftir að í ljós kom að hann þarf í aðgerð vegna brákaðs kinnbeins sem hann hlaut í varaliðsleik með liði Manchester United í gær og talið er að hann verði allt að tvo mánuði að jafna sig.
Sumir vilja ganga svo langt að segja að óheppni Solskjær hafi þarna náð hámarki og að ferli hans hjá United sé nú formlega lokið. Hann er 33 ára gamall og hefur lítið spilað í tvö ár vegna meiðsla.