Umboðsmaður Michael Ballack hjá Bayern Munchen hefur nú viðurkennt að Chelsea sé lang efst á óskalista leikmannsins og líklegasta liðið til að landa honum í sumar. "Við höfum ekki skrifað undir neitt ennþá, en Chelsea er lang líklegast í stöðunni," sagði umboðsmaður Ballack í samtali við BBC í dag.
Umboðsmaðurinn bætti við að Real Madrid hefði einnig verið ofarlega á óskalista Ballack, en sagði að óvissa í forseta- og þjálfaramálum gerði það að verkum að honum hefði ekki þótt ráðlegt að ganga til liðs við félagið.