Manchester United hefur yfir 1-0 gegn Wigan í úrslitaleik enska deildarbikarsins á Þúsaldarvellinum í Cardiff þegar flautað hefur verið til hálfleiks. Leikurinn hefur verið mjög fjörugur og skemmtilegur og það var Wayne Rooney sem skoraði mark United á 33. mínútu.
