Wayne Rooney hefur komið Manchester United yfir 1-0 gegn Wigan í úrslitaleik enska deildarbikarsins sem fram fer í Cardiff. Markið kom á 33. mínútu eftir varnarmistök hjá leikmönnum Wigan, en liðið missti markvörð sinn meiddan af velli snemma leiks. Það blæs því ekki byrlega fyrir nýliðana í úrvalsdeildinni sem stendur.