Meistarar Bayern Munchen létu vonbrigðin gegn AC Milan í meistaradeildinni í vikunni ekki hafa áhrif á sig í dag þegar liðið malaði Frankfurt 5-2 og vann þar með 11. heimaleikinn í röð í deildinni. Michael Ballack og Paolo Guerrero skoruðu tvö mörk hvor og Claudio Pizzaro eitt og Bayern hefur þægilega forystu á toppi deildarinnar.
