Clippers vann grannaslaginn 25. febrúar 2006 13:44 Elton Brand fór á kostum í síðari hálfleik gegn Lakers í nótt og skoraði 24 stig NordicPhotos/GettyImages Los Angeles Clippers vann í nótt góðan sigur á grönnum sínum í Los Angeles Lakers 102-93 í NBA deildinni í körfubolta. Kobe Bryant skoraði 39 stig fyrir Lakers, en Elton Brand skoraði 32 stig og hirti 11 fráköst en hann skoraði megnið af stigum sínum í síðari hálfleik. Atlanta lagði Indiana eftir framlengdan leik 117-112. Joe Johnson skoraði 40 stig og gaf 13 stoðsendingar hjá Atlanta, en Peja Stojakovic skoraði 34 stig fyrir Indiana. Orlando vann Seattle 102-89. Dwight Howard skoraði 23 stig og hirti 16 fráköst fyrir Orlando, en Damien Wilkins setti 21 stig fyrir Seattle. Washington lagði Cleveland á útivelli 102-94. Gilbert Arenas skoraði 26 stig og gaf 9 stoðsendingar fyrir Washington, en LeBron James skoraði 25 stig og gaf 9 stoðsendingar fyrir Cleveland. Nokkrir áhorfendur bauluðu þó á James undir lok leiksins, því hann hitti ekki úr einu einasta skoti utan af velli í lokaleikhlutanum og skelfilega af vítalínunni. Denver vann nauman útisigur á Minnesota 103-102 eftir framlengingu. Carmelo Anthony skoraði 30 stig og sigurkörfu Denver í leiknum, en Kevin Garnett skoraði 23 stig og hirti 15 fráköst. New Jersey lagði New York 94-90. Channing Frye skoraði 20 stig fyrir New York og Steve Francis skoraði 16 stig í sínum fyrsta leik fyrir liðið. Richard Jefferson skoraði 27 stig fyrir New Jersey. San Antonio lagði Memphis 83-80 á útivelli og hefur unnið alla þrjá leiki sína við Memphis í vetur. Tim Duncan skoraði 19 stig og hirti 16 fráköst í liði meistaranna, en Pau Gasol skoraði 21 stig og hirti 12 fráköst hjá Memphis. Detroit lagði Chicago 95-87. Chauncey Billups skoraði 17 stig og gaf 12 stoðsendingar fyrir Detroit, en Ben Gordon skoraði 24 stig fyrir Chicago í leik þar sem 7 tæknivillur voru dæmdar - þar af tvær á Richard Hamilton hjá Detroit sem var fyrir vikið sendur í bað. Houston vann fyrsta leik sinn í vetur án Tracy McGrady þegar liðið skellti Golden State 91-88. Yao Ming skoraði 22 stig og hirti 21 frákast fyrir Houston, en Jason Richardson skoraði 39 stig fyrir Golden State. Philadelphia lagði Milwaukee 116-111. Kyle Korver skoraði 31 stig og Allen Iverson 30 fyrir Philadelphia, en Joe Smith skoraði 32 stig fyrir Milwaukee. Boston lagði að lokum Portland 102-96. Paul Pierce skoraði 37 stig, hirti 7 fráköst og gaf 7 stoðsendingar fyrir Boston, en Martell Webster skoraði 24 stig og hirti 8 fráköst hjá Portland. Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Fleiri fréttir Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Bikarmeistararnir fara norður Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Söguleg byrjun OKC á tímabilinu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Sjá meira
Los Angeles Clippers vann í nótt góðan sigur á grönnum sínum í Los Angeles Lakers 102-93 í NBA deildinni í körfubolta. Kobe Bryant skoraði 39 stig fyrir Lakers, en Elton Brand skoraði 32 stig og hirti 11 fráköst en hann skoraði megnið af stigum sínum í síðari hálfleik. Atlanta lagði Indiana eftir framlengdan leik 117-112. Joe Johnson skoraði 40 stig og gaf 13 stoðsendingar hjá Atlanta, en Peja Stojakovic skoraði 34 stig fyrir Indiana. Orlando vann Seattle 102-89. Dwight Howard skoraði 23 stig og hirti 16 fráköst fyrir Orlando, en Damien Wilkins setti 21 stig fyrir Seattle. Washington lagði Cleveland á útivelli 102-94. Gilbert Arenas skoraði 26 stig og gaf 9 stoðsendingar fyrir Washington, en LeBron James skoraði 25 stig og gaf 9 stoðsendingar fyrir Cleveland. Nokkrir áhorfendur bauluðu þó á James undir lok leiksins, því hann hitti ekki úr einu einasta skoti utan af velli í lokaleikhlutanum og skelfilega af vítalínunni. Denver vann nauman útisigur á Minnesota 103-102 eftir framlengingu. Carmelo Anthony skoraði 30 stig og sigurkörfu Denver í leiknum, en Kevin Garnett skoraði 23 stig og hirti 15 fráköst. New Jersey lagði New York 94-90. Channing Frye skoraði 20 stig fyrir New York og Steve Francis skoraði 16 stig í sínum fyrsta leik fyrir liðið. Richard Jefferson skoraði 27 stig fyrir New Jersey. San Antonio lagði Memphis 83-80 á útivelli og hefur unnið alla þrjá leiki sína við Memphis í vetur. Tim Duncan skoraði 19 stig og hirti 16 fráköst í liði meistaranna, en Pau Gasol skoraði 21 stig og hirti 12 fráköst hjá Memphis. Detroit lagði Chicago 95-87. Chauncey Billups skoraði 17 stig og gaf 12 stoðsendingar fyrir Detroit, en Ben Gordon skoraði 24 stig fyrir Chicago í leik þar sem 7 tæknivillur voru dæmdar - þar af tvær á Richard Hamilton hjá Detroit sem var fyrir vikið sendur í bað. Houston vann fyrsta leik sinn í vetur án Tracy McGrady þegar liðið skellti Golden State 91-88. Yao Ming skoraði 22 stig og hirti 21 frákast fyrir Houston, en Jason Richardson skoraði 39 stig fyrir Golden State. Philadelphia lagði Milwaukee 116-111. Kyle Korver skoraði 31 stig og Allen Iverson 30 fyrir Philadelphia, en Joe Smith skoraði 32 stig fyrir Milwaukee. Boston lagði að lokum Portland 102-96. Paul Pierce skoraði 37 stig, hirti 7 fráköst og gaf 7 stoðsendingar fyrir Boston, en Martell Webster skoraði 24 stig og hirti 8 fráköst hjá Portland.
Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Fleiri fréttir Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Bikarmeistararnir fara norður Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Söguleg byrjun OKC á tímabilinu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Sjá meira