Rafa Benitez, stjóri Liverpool, hefur varað stuðningsmenn félagsins við of mikilli bjartsýni fyrir leikina gegn portúgalska liðinu Benfica í Meistaradeildinni, en liðin mætast í Portúgal í kvöld og verður leikurinn í beinni útsendingu á Sýn Extra klukkan 19:35.
"Við erum fyrirfram taldir sigurstranglegri, en í fyrra talaði fólk nú um að Juventus, Chelsea og AC Milan væru sigurstranglegustu liðin og allir vita hvernig það fór. Við munum ekki vanmeta Benfica og reynum um fram allt að hlusta ekki á það sem fólk er að segja fyrir þennan leik," sagði Benitez.