Dwayne Wade skaut Detroit í kaf 13. febrúar 2006 05:30 Dwayne Wade var stórkostlegur í leiknum í gærkvöldi og sýndi svart á hvítu að hann er einn allra besti leikmaður deildarinnar þegar hann skoraði 17 síðustu stig Miami - þar á meðal sigurkörfuna gegn Detroit NordicPhotos/GettyImages Dwayne Wade, leikmaður Miami Heat, setti á svið sannkallaða skotsýningu í gærkvöldi þegar hann bar lið sitt á herðum sér og skaut það einn síns liðs til sigurs gegn efsta liði deildarinnar Detroit Pistons, 100-98, en leikurinn var sýndur á Sýn. Detroit hafði frumkvæðið nær allan leikinn í gær og hafði sjö stiga forystu þegar aðeins rúmar fjórar mínútur voru til leiksloka. Dwayne Wade tók hinsvegar til sinna ráða og skoraði 17 síðustu stig Miami í leiknum. Varnarmenn Detroit réðu ekkert við hann þar sem hann hitti úr síðustu sjö skotum sínum í röð og endaði með 37 stig í leiknum, þar af var hann með 28 stig í síðari hálfleik. Hér má sjá sigurkörfu Dwayne Wade gegn Detroit í gær, en hinn sterki varnarmaður Detroit, Tayshaun Prince, átti ekki möguleika á að stöðva hann.NordicPhotos/GettyImages Shaquille O´Neal dró vagninn fyrir Miami í fyrri hálfleiknum og skoraði þar 21 af 31 stigi sínu í leiknum, en greinilegt er að tröllið er óðum að komast í leikform eftir erfið meiðsli í byrjun tímabils. Leikurinn í gær var þó eign Dwayne Wade, en fyrsta karfa hans í leiknum var einmitt ein af þeim glæsilegri í vetur. Wade fékk sendingu frá félaga sínum Jason Williams, sem hann tók viðstöðulaust í loftinu og lagði ofan í körfuna - eftir að hafa snúið sér í hring í loftinu. "Þetta var gaman fyrir mig, ég tók það á mig að reyna að koma okkur í land í lokin og þetta var mjög mikilvægur sigur fyrir okkur. Það er gaman að sjá að við getum klárað þessa jöfnu leiki gegn sterkari liðum deildarinnar," sagði Dwayne Wade. "Wade gerði út af við okkur í þessum leik," sagði Flip Saunders, þjálfari Detroit. "Við náðum ekki að hjálpa manninum sem var að dekka hann og því fór hann illa með okkur í kvöld." Chauncey Billups skoraði 29 stig og gaf 10 stoðsendingar fyrir Detroit, Rip Hamilton skoraði 25 stig og Rasheed Wallace skoraði 21 stig. Detroit hefur nú tapað 3 af 5 síðustu leikjum sínum í deildinni, en er enn með besta vinningshlutfall allra liða. Þetta var fyrsti sigur Miami á einu af fjórum efstu liðunum í NBA deildinni í átta tilraunum. Miami hefur tapað öllum leikjum sínum gegn Dallas, San Antonio og Phoenix. Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Fótbolti Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Fótbolti „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Körfubolti Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Enski boltinn „Þetta lítur verr út en þetta var“ Handbolti Indriði kominn heim í KR Íslenski boltinn Klitschko gerir lítið úr Haye og Chisora fyrir stóru stundina Sport Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Valur - Fylkir 4-2 | Loksins Valssigur Íslenski boltinn Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fylkir - Breiðablik 4-3 | Fylkir lagði toppliðið í sjö marka leik Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dagskrá: Stærsta boxmót á Íslandi, Körfuboltakvöld og formúla Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur „Þetta lítur verr út en þetta var“ Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Litáar unnu Breta á flautukörfu Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Orri var flottur í Íslendingaslagnum Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Hákon lagði upp tvö í sigri Lille en Íslendingaliðið á toppnum tapaði Vestramenn sækja son sinn suður Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld Knattspyrnukona í Íslendingaliðinu hreinsuð af öllum ásökunum Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Öryggismyndvél á sjúkrahúsi hreinsaði nafn heimsmeistara Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met Verðið á Rice sjaldan rætt: „Þá veistu að þú ert að gera eitthvað rétt“ Skipulagt lið sem hefur ekki fengið á sig mark Karlotta fyrst til að fá öll höfuðfötin og vill fleiri „Hún lamdi aðeins á mér“ Sjá meira
Dwayne Wade, leikmaður Miami Heat, setti á svið sannkallaða skotsýningu í gærkvöldi þegar hann bar lið sitt á herðum sér og skaut það einn síns liðs til sigurs gegn efsta liði deildarinnar Detroit Pistons, 100-98, en leikurinn var sýndur á Sýn. Detroit hafði frumkvæðið nær allan leikinn í gær og hafði sjö stiga forystu þegar aðeins rúmar fjórar mínútur voru til leiksloka. Dwayne Wade tók hinsvegar til sinna ráða og skoraði 17 síðustu stig Miami í leiknum. Varnarmenn Detroit réðu ekkert við hann þar sem hann hitti úr síðustu sjö skotum sínum í röð og endaði með 37 stig í leiknum, þar af var hann með 28 stig í síðari hálfleik. Hér má sjá sigurkörfu Dwayne Wade gegn Detroit í gær, en hinn sterki varnarmaður Detroit, Tayshaun Prince, átti ekki möguleika á að stöðva hann.NordicPhotos/GettyImages Shaquille O´Neal dró vagninn fyrir Miami í fyrri hálfleiknum og skoraði þar 21 af 31 stigi sínu í leiknum, en greinilegt er að tröllið er óðum að komast í leikform eftir erfið meiðsli í byrjun tímabils. Leikurinn í gær var þó eign Dwayne Wade, en fyrsta karfa hans í leiknum var einmitt ein af þeim glæsilegri í vetur. Wade fékk sendingu frá félaga sínum Jason Williams, sem hann tók viðstöðulaust í loftinu og lagði ofan í körfuna - eftir að hafa snúið sér í hring í loftinu. "Þetta var gaman fyrir mig, ég tók það á mig að reyna að koma okkur í land í lokin og þetta var mjög mikilvægur sigur fyrir okkur. Það er gaman að sjá að við getum klárað þessa jöfnu leiki gegn sterkari liðum deildarinnar," sagði Dwayne Wade. "Wade gerði út af við okkur í þessum leik," sagði Flip Saunders, þjálfari Detroit. "Við náðum ekki að hjálpa manninum sem var að dekka hann og því fór hann illa með okkur í kvöld." Chauncey Billups skoraði 29 stig og gaf 10 stoðsendingar fyrir Detroit, Rip Hamilton skoraði 25 stig og Rasheed Wallace skoraði 21 stig. Detroit hefur nú tapað 3 af 5 síðustu leikjum sínum í deildinni, en er enn með besta vinningshlutfall allra liða. Þetta var fyrsti sigur Miami á einu af fjórum efstu liðunum í NBA deildinni í átta tilraunum. Miami hefur tapað öllum leikjum sínum gegn Dallas, San Antonio og Phoenix.
Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Fótbolti Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Fótbolti „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Körfubolti Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Enski boltinn „Þetta lítur verr út en þetta var“ Handbolti Indriði kominn heim í KR Íslenski boltinn Klitschko gerir lítið úr Haye og Chisora fyrir stóru stundina Sport Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Valur - Fylkir 4-2 | Loksins Valssigur Íslenski boltinn Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fylkir - Breiðablik 4-3 | Fylkir lagði toppliðið í sjö marka leik Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dagskrá: Stærsta boxmót á Íslandi, Körfuboltakvöld og formúla Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur „Þetta lítur verr út en þetta var“ Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Litáar unnu Breta á flautukörfu Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Orri var flottur í Íslendingaslagnum Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Hákon lagði upp tvö í sigri Lille en Íslendingaliðið á toppnum tapaði Vestramenn sækja son sinn suður Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld Knattspyrnukona í Íslendingaliðinu hreinsuð af öllum ásökunum Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Öryggismyndvél á sjúkrahúsi hreinsaði nafn heimsmeistara Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met Verðið á Rice sjaldan rætt: „Þá veistu að þú ert að gera eitthvað rétt“ Skipulagt lið sem hefur ekki fengið á sig mark Karlotta fyrst til að fá öll höfuðfötin og vill fleiri „Hún lamdi aðeins á mér“ Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fylkir - Breiðablik 4-3 | Fylkir lagði toppliðið í sjö marka leik Íslenski boltinn
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fylkir - Breiðablik 4-3 | Fylkir lagði toppliðið í sjö marka leik Íslenski boltinn