Sport

Memphis lagði LA Lakers

Spánverjinn Pau Gasol hefur spilaði eins og engill í vetur þó hann sé hættur að snyrta hár sitt og skegg
Spánverjinn Pau Gasol hefur spilaði eins og engill í vetur þó hann sé hættur að snyrta hár sitt og skegg NordicPhotos/GettyImages

Memphis Grizzlies lagði LA Lakers á útivelli í nótt 100-99, en leikurinn var í beinni útsendingu á NBA TV. Pau Gasol var góður í liði Memphis og skoraði 31 stig, hirti 12 fráköst og gaf 7 stoðsendingar, en Kobe Bryant var með 26 stig hjá Lakers.

Golden State lagði Cleveland á útivelli 99-91. Jason Richardson skoraði 31 stig og hirti 8 fráköst fyrir Golden State, en LeBron James setti 33 stig fyrir Cleveland.

New Orleans vann góðan útisigur á Minnesota 100-94, þrátt fyrir að vera án nýliðans Chris Paul. Kirk Snyder og Speedy Claxton skoruðu báðir 28 stig fyrir New Orleans, en Ricky Davis skoraði 23 stig fyrir Minnesota og Kevin Garnett var með 19 stig og 21 frákast.

Houston vann auðveldan sigur á Utah 102-88. Yao Ming skoraði 27 stig fyrir Houston, en Milt Palacio skoraði 20 stig fyrir Utah.

Milwaukee lagði Charlotte 99-93 Michael Redd skoraði 18 stig fyrir Milwaukee en Melvin Ely skoraði 21 stig fyrir Charlotte.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×