Kvennalið Hauka getur í kvöld tryggt sér deildarmeistaratitilinn í Iceland Express deild kvenna í körfubolta þegar liðið sækir Grindvíkinga heim. Haukastúlkur hafa aex stiga forystu í deildinni þegar fimm umferðir eru eftir og geta með sigri á Grindavík tryggt að ekkert lið nái þeim að stigum.
Lið Keflavíkur mætir ÍS í Keflavík í kvöld og þá verður fallslagur milli Breiðabliks og KR í Smáranum. Leikirnir hefjast allir klukkan 19:15.