New York Knicks tapaði enn einum leiknum í nótt þegar liðið lá á heimavelli fyrir Houston Rockets 93-89. Jamal Crawford skoraði 24 stig fyrir New York, en Tracy McGrady skoraði 23 fyrir Houston.
Lið LA Clippers lagði Toronto Raptors í framlengdum leik 115-113 og er nú 11 leikjum yfir 50% vinningshlutfalli í fyrsta sinn í sögu félagsins síðan það flutti til Los Angeles. Elton Brand skoraði 30 stig og hirti 8 fráköst fyrir Clippers og Sam Cassell skoraði 27 stig og gaf 13 stoðendingar. Chris Bosh skoraði 29 stig og hirti 16 fráköst fyrir Toronto.
Loks vann Sacramento sigur á liði Utah 96-78 á heimavelli sínum. Mike Bibby skoraði 23 stig fyrir Sacramento, en Mehmet Okur skoraði 25 stig fyrir Utah.