Forseti NBA-liðs Toronto Raptors rak í dag framkvæmdastjórann Rob Babcock úr starfi eftir að hann hafði starfað í aðeins eitt og hálft ár hjá félaginu. Babcock var nokkuð umdeildur fyrir störf sín fyrir félagið, ekki síst þegar hann skipti Vince Carter í burtu og valdi svo leikmann í nýliðavalinu í fyrra sem reyndist vonlaus.
"Við hefðum líklega átt að ráða einhvern með meiri reynslu í starfið í upphafi," sagði Richard Peddy, forseti félagsins í kvöld, en það verður Wayne Embry sem tekur við starfi Babcock til bráðabirgða, en hann hefur starfað sem ráðgjafi hjá félaginu undir Babcock.