Denver skellti meisturnum 23. janúar 2006 15:17 Denver hefur ekki látið mikil meiðsli lykilmanna hafa áhrif á sig í vetur og þeir Kenyon Martin og Carmelo Anthony gerðu sér lítið fyrir og skelltu meisturunum á útivelli í nótt NordicPhotos/GettyImages Það var mikið um dýrðir í NBA deildinni í nótt og þó flestir leikir hafi ef til vill fallið í skugga skotsýningar Kobe Bryant, voru fjölmargir aðrir áhugaverðir leikir á dagskrá. Denver skellti meisturum San Antonio á útivelli og Phoenix tapaði enn einum leiknum sem var framlengdur oftar en einu sinni. Philadelphia lagði Minnesota 86-84, þar sem Philadelphia vann upp 19 stiga forskot Minnesota og tryggði sér sigurinn með körfu Andre Iguodala um leið og lokaflautið gall. Allen Iverson skoraði 39 stig og hirti 9 fráköst fyrir Philadelphia, en Wally Szczerbiak skoraði 18 stig fyrir Minnesota. Denver lagði San Antonio á útivelli 89-85. Carmelo Anthony skoraði 20 stig fyrir Denver, flest af vítalínunni, en Earl Boykins kláraði leikinn fyrir Denver með hittni sinni í fjórða leikhluta. Nazr Mohammed skoraði 17 stig og hirti 12 fráköst fyrir San Antonio. LA Clippers lagði Golden State 105-92. Cuttino Mobley skoraði 22 stig fyrir Clippers en Jason Richardson skoraði 23 fyrir Golden State. Memphis vann góðan útisigur á Washington 93-82. Mike Miller skoraði 30 stig fyrir Memphis og Antawn Jamison skoraði 25 stig fyrir Washington. Detroit marði Houston 99-97, þrátt fyrir 43 stig frá Tracy McGrady, en bakverðirnir Chauncey Billups og Rip Hamilton voru báðir með 24 stig hjá Detroit sem hefur unnið 33 af 38 leikjum sínum í vetur og er með langbestan árangur allra liða í deildinni. Miami lenti í bullandi vandræðum með Sacramento á heimavelli sínum, en keyrði loks framúr í lokaleikhlutanum sem liðið vann 30-15 og lokatölur voru 119-99 fyrir Miami. Shaquille O´Neal skoraði 27 stig fyrir Miami en Peja Stojakovic var með 19 stig fyrir Sacramento. Seattle lagði Phoenix í ævintýralegum tvíframlengdum leik 152-149, en þetta er hæsta stigaskor í NBA leik í ellefu ár. Liðin settu NBA met með 32 þriggja stiga körfum í leiknum. Það var Ray Allen sem var hetja Seattle í leiknum því hann skoraði 42 stig og þar á meðal sigurkörfuna með þriggja stiga skoti um leið og lokaflautið gall í annari framlengingu. Skotið kom af hátt í tíu metra færi. Luke Ridnour skoraði 30 stig fyrir Seattle, en Shawn Marion skoraði 37 stig fyrir Phoenix og hirti 10 fráköst, Raja Belll skoraði 31 stig og Steve Nash skoraði 28 stig og gaf 16 stoðsendingar. Dallas sigraði Portland í framlengingu 95-89. Jerry Stackhouse skoraði 29 stig fyrir Dallas og Zach Randolph var með 23 stig og 11 fráköst hjá Portland. Eins og fram kom hér á Vísi í nótt, bar lið Los Angeles Lakers sigurorð af Toronto 122-104, þar sem Kobe Bryant skoraði 81 stig fyrir Lakers sem er það næstmesta í sögunni í NBA. Mike James var með 26 stig og 10 stoðsendingar hjá Toronto. Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Fleiri fréttir Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ Þúsundasta sendingin gripin og hlaupamet Michael Vick slegið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sjá meira
Það var mikið um dýrðir í NBA deildinni í nótt og þó flestir leikir hafi ef til vill fallið í skugga skotsýningar Kobe Bryant, voru fjölmargir aðrir áhugaverðir leikir á dagskrá. Denver skellti meisturum San Antonio á útivelli og Phoenix tapaði enn einum leiknum sem var framlengdur oftar en einu sinni. Philadelphia lagði Minnesota 86-84, þar sem Philadelphia vann upp 19 stiga forskot Minnesota og tryggði sér sigurinn með körfu Andre Iguodala um leið og lokaflautið gall. Allen Iverson skoraði 39 stig og hirti 9 fráköst fyrir Philadelphia, en Wally Szczerbiak skoraði 18 stig fyrir Minnesota. Denver lagði San Antonio á útivelli 89-85. Carmelo Anthony skoraði 20 stig fyrir Denver, flest af vítalínunni, en Earl Boykins kláraði leikinn fyrir Denver með hittni sinni í fjórða leikhluta. Nazr Mohammed skoraði 17 stig og hirti 12 fráköst fyrir San Antonio. LA Clippers lagði Golden State 105-92. Cuttino Mobley skoraði 22 stig fyrir Clippers en Jason Richardson skoraði 23 fyrir Golden State. Memphis vann góðan útisigur á Washington 93-82. Mike Miller skoraði 30 stig fyrir Memphis og Antawn Jamison skoraði 25 stig fyrir Washington. Detroit marði Houston 99-97, þrátt fyrir 43 stig frá Tracy McGrady, en bakverðirnir Chauncey Billups og Rip Hamilton voru báðir með 24 stig hjá Detroit sem hefur unnið 33 af 38 leikjum sínum í vetur og er með langbestan árangur allra liða í deildinni. Miami lenti í bullandi vandræðum með Sacramento á heimavelli sínum, en keyrði loks framúr í lokaleikhlutanum sem liðið vann 30-15 og lokatölur voru 119-99 fyrir Miami. Shaquille O´Neal skoraði 27 stig fyrir Miami en Peja Stojakovic var með 19 stig fyrir Sacramento. Seattle lagði Phoenix í ævintýralegum tvíframlengdum leik 152-149, en þetta er hæsta stigaskor í NBA leik í ellefu ár. Liðin settu NBA met með 32 þriggja stiga körfum í leiknum. Það var Ray Allen sem var hetja Seattle í leiknum því hann skoraði 42 stig og þar á meðal sigurkörfuna með þriggja stiga skoti um leið og lokaflautið gall í annari framlengingu. Skotið kom af hátt í tíu metra færi. Luke Ridnour skoraði 30 stig fyrir Seattle, en Shawn Marion skoraði 37 stig fyrir Phoenix og hirti 10 fráköst, Raja Belll skoraði 31 stig og Steve Nash skoraði 28 stig og gaf 16 stoðsendingar. Dallas sigraði Portland í framlengingu 95-89. Jerry Stackhouse skoraði 29 stig fyrir Dallas og Zach Randolph var með 23 stig og 11 fráköst hjá Portland. Eins og fram kom hér á Vísi í nótt, bar lið Los Angeles Lakers sigurorð af Toronto 122-104, þar sem Kobe Bryant skoraði 81 stig fyrir Lakers sem er það næstmesta í sögunni í NBA. Mike James var með 26 stig og 10 stoðsendingar hjá Toronto.
Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Fleiri fréttir Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ Þúsundasta sendingin gripin og hlaupamet Michael Vick slegið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sjá meira