Gylfi Einarsson er kominn á varamannabekkinn hjá Leeds sem leikur nú gegn Sheffield Wednesday í ensku 1. deildinni í fótbolta. Þetta er annar leikurinn í röð sem Gylfi er á bekknum en hann er að snúa aftur eftir meiðsli.
Jóhannes Karl Guðjónsson er að taka út síðari leik sinn í tveggja leikja banni hjá Leicester sem mætir Cardiff og þá er Hannes Sigurðsson ekki í leikmannahópi Stoke sem tekur á móti Hull City í sömu deild. Bjarni Guðjónsson er ekki frekar en venjulega í leikmannahópi Plymouth en hann er á förum frá félaginu.
Þá er Ólafur Ingi Skúlason ekki í leikmannhópi Brentford í 2. deildinni en hann á við langtímameiðsli að stríða.