Átök um norræna vinnumarkaðsmódelið 18. janúar 2006 15:55 Hætta er á að norræna vinnumarkaðsmódelið verði fyrir bí ef Evrópudómstóllinn úrskurðar sænskum stéttarfélögum í óhag í svo kölluðu Laval-máli sem brátt verður tekið fyrir hjá dómnum. Forsvarsmenn stéttarfélaga á Norðurlöndum óttast félagsleg undirboð verði dómurinn þeim óhagstæður og hafa leitað liðsinnis ríkisstjórna landanna til að reyna að varðveita norræna vinnumarkaðskerfið. Upphaf málsins má rekja til deilu milli lettneska verktakafyrirtækisins Laval, sem er með útibú í Svíþjóð, og sænskra verkalýðssambanda vegna verkefnis sem fyrirtækið fékk árið 2004 í Svíþjóð. Stokkhólm. Laval neitaði að gera sænskan kjarasamning þar sem fyrirtækið hafði samið við byggingarverkamenn í Lettlandi og þá gripu verkalýðsfélögin til þess að hindra vinnu við skólann. Laval sagði félögin hins vegar brjóta reglur Evrópusambandsins um frjálst flæði þjónustu og var málinu á endanum vísað til Evrópudómstólsins. Hann á að taka afstöðu til þess hvort stéttarfélögin hafi rétt til þess að krefjast þess að gerðir séu kjarasamningar um þau störf sem unnin eru í heimalöndum þeirra og hvort stéttarfélögin hafi rétt til að grípa til aðgerða ef slíkir samningar eru ekki gerðir. Því snýst deilan um það hvort Evrópusambandið eða aðildarríkin sjálf hafi forræði um að ákvarða reglur á vinnumarkaði sínum. Fulltrúar verkalýðshreyfingarinnar hér á landi kynnntu sjónarmið norrænna stéttarfélaga í málinu í dag ásamt framkvæmdastjóra norræna bygginga- og tréiðnaðarsambandsins, Sam Hegglund. Hann segir að efnislega sé tekist á um réttinn til þess að grípa til aðgerða gegn félagslegum undirboðum. En hvað gerist ef málið fellur Laval í vil. "Ég vona að svo verði ekki," segir Heggland, "en þá verða þjóðirnar hver í sínu landi að hugleiða vel hvernig þær eigi að verjast félagslegum undirboðum eins og við köllum það. Við viljum ekki að grafið verði smám saman undan velferðarkerfinu, sem við höfum byggt upp, heldur standa vörð um þann árangur sem náðst hefur. Þá yrði staðan þannig að við yrðum að fara yfir kerfið okkar, löggjöfina og hlutverk aðila vinnumarkaðarins, en ég vil ekki þurfa að hugsa um hvað gerist þá." Verkalýðsleiðtogarnir segja að það sé samstaða meðal norrænu ríkisstjórnanna að halda í norræna kerfið og að sú danska hafi þegar sent inn álit til Evrópudómstólsins vegna málsins. Vonast er til að íslensk stjórnvöld geri það líka en frestur til þess rennur út 26. janúar næstkomandi. Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Fleiri fréttir Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Sjá meira
Hætta er á að norræna vinnumarkaðsmódelið verði fyrir bí ef Evrópudómstóllinn úrskurðar sænskum stéttarfélögum í óhag í svo kölluðu Laval-máli sem brátt verður tekið fyrir hjá dómnum. Forsvarsmenn stéttarfélaga á Norðurlöndum óttast félagsleg undirboð verði dómurinn þeim óhagstæður og hafa leitað liðsinnis ríkisstjórna landanna til að reyna að varðveita norræna vinnumarkaðskerfið. Upphaf málsins má rekja til deilu milli lettneska verktakafyrirtækisins Laval, sem er með útibú í Svíþjóð, og sænskra verkalýðssambanda vegna verkefnis sem fyrirtækið fékk árið 2004 í Svíþjóð. Stokkhólm. Laval neitaði að gera sænskan kjarasamning þar sem fyrirtækið hafði samið við byggingarverkamenn í Lettlandi og þá gripu verkalýðsfélögin til þess að hindra vinnu við skólann. Laval sagði félögin hins vegar brjóta reglur Evrópusambandsins um frjálst flæði þjónustu og var málinu á endanum vísað til Evrópudómstólsins. Hann á að taka afstöðu til þess hvort stéttarfélögin hafi rétt til þess að krefjast þess að gerðir séu kjarasamningar um þau störf sem unnin eru í heimalöndum þeirra og hvort stéttarfélögin hafi rétt til að grípa til aðgerða ef slíkir samningar eru ekki gerðir. Því snýst deilan um það hvort Evrópusambandið eða aðildarríkin sjálf hafi forræði um að ákvarða reglur á vinnumarkaði sínum. Fulltrúar verkalýðshreyfingarinnar hér á landi kynnntu sjónarmið norrænna stéttarfélaga í málinu í dag ásamt framkvæmdastjóra norræna bygginga- og tréiðnaðarsambandsins, Sam Hegglund. Hann segir að efnislega sé tekist á um réttinn til þess að grípa til aðgerða gegn félagslegum undirboðum. En hvað gerist ef málið fellur Laval í vil. "Ég vona að svo verði ekki," segir Heggland, "en þá verða þjóðirnar hver í sínu landi að hugleiða vel hvernig þær eigi að verjast félagslegum undirboðum eins og við köllum það. Við viljum ekki að grafið verði smám saman undan velferðarkerfinu, sem við höfum byggt upp, heldur standa vörð um þann árangur sem náðst hefur. Þá yrði staðan þannig að við yrðum að fara yfir kerfið okkar, löggjöfina og hlutverk aðila vinnumarkaðarins, en ég vil ekki þurfa að hugsa um hvað gerist þá." Verkalýðsleiðtogarnir segja að það sé samstaða meðal norrænu ríkisstjórnanna að halda í norræna kerfið og að sú danska hafi þegar sent inn álit til Evrópudómstólsins vegna málsins. Vonast er til að íslensk stjórnvöld geri það líka en frestur til þess rennur út 26. janúar næstkomandi.
Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Fleiri fréttir Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Sjá meira