Fór að ráðum Russell og rétti út sáttarhönd 17. janúar 2006 14:45 Deila Kobe Bryant og Shaquille O´Neal virðist á enda NordicPhotos/GettyImages Það vakti gríðarlega athygli í gærkvöldi þegar Los Angeles Lakers og Miami Heat mættust á degi Martin Luther King, að fyrrum liðsfélagarnir Shaquille O´Neal og Kobe Bryant töluðust lítillega við og féllust í faðma fyrir leikinn, en þeir hafa verið miklir óvinir undanfarin tvö ár. O´Neal og Bryant urðu NBA meistarar þrjú ár í röð í upphafi áratugarins, en samband þeirra hefur þó alla tíð verið stormasamt og fyrir leikinn í gær höfðu þeir ekki talast við í tvö ár, nema ef vera skyldi til að senda hvor öðrum pillur í fjölmiðlum. Fyrir leikinn í gær gekk O´Neal þó til Bryant þar sem hann var að hita upp og talaði stutt við hann. Þeir féllust síðar í faðma fyrir leikinn og brostu sínu breiðasta. "Þetta voru skipanir frá hinum mikla Bill Russell," sagði Shaquille O´Neal þegar hann var spurður hvernig hefði staðið á því að hann ákvað að brjóta ísinn og sættast við Bryant. "Ég hitti Russell þegar ég var uppi í Seattle á dögunum og eftir spjall við hann, þar sem hann sagði mér að hann hefði talað við erkióvin sinn á leikvellinum til margra ára, Wilt Chamberlain, rétt áður en hann dó. Russell er mikill maður og þegar hann ráðleggur manni eitthvað svona, fer maður eftir því," sagði O´Neal. Bryant sagðist hafa verið hissa á uppátæki O´Neal, en sagðist jafnframt fagna því. "Mér líður vel að ísinn skuli vera brotinn. Við höfum gengið í gegn um ýmislegt saman og það að þetta mál skuli vera úr sögunni er gott fyrir okkur og gott fyrir borgina. Það var líka gaman að þessari deilu skyldi ljúka á degi Dr. Martin Luther King," sagði Bryant og brosti sínu breiðasta. Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Bætti heimsmetið aftur Sport Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Körfubolti Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Fótbolti Kobe Bryant á ennþá langvinælustu skóna í NBA deildinni Körfubolti Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fótbolti Fleiri fréttir Kobe Bryant á ennþá langvinælustu skóna í NBA deildinni Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Bætti heimsmetið aftur „Gríðarlega mikilvægur sigur“ Viggó markahæstur í eins marks tapi „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ KA lagði nýliðana á Selfossi Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Elín Klara markahæst í risasigri Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Sjá meira
Það vakti gríðarlega athygli í gærkvöldi þegar Los Angeles Lakers og Miami Heat mættust á degi Martin Luther King, að fyrrum liðsfélagarnir Shaquille O´Neal og Kobe Bryant töluðust lítillega við og féllust í faðma fyrir leikinn, en þeir hafa verið miklir óvinir undanfarin tvö ár. O´Neal og Bryant urðu NBA meistarar þrjú ár í röð í upphafi áratugarins, en samband þeirra hefur þó alla tíð verið stormasamt og fyrir leikinn í gær höfðu þeir ekki talast við í tvö ár, nema ef vera skyldi til að senda hvor öðrum pillur í fjölmiðlum. Fyrir leikinn í gær gekk O´Neal þó til Bryant þar sem hann var að hita upp og talaði stutt við hann. Þeir féllust síðar í faðma fyrir leikinn og brostu sínu breiðasta. "Þetta voru skipanir frá hinum mikla Bill Russell," sagði Shaquille O´Neal þegar hann var spurður hvernig hefði staðið á því að hann ákvað að brjóta ísinn og sættast við Bryant. "Ég hitti Russell þegar ég var uppi í Seattle á dögunum og eftir spjall við hann, þar sem hann sagði mér að hann hefði talað við erkióvin sinn á leikvellinum til margra ára, Wilt Chamberlain, rétt áður en hann dó. Russell er mikill maður og þegar hann ráðleggur manni eitthvað svona, fer maður eftir því," sagði O´Neal. Bryant sagðist hafa verið hissa á uppátæki O´Neal, en sagðist jafnframt fagna því. "Mér líður vel að ísinn skuli vera brotinn. Við höfum gengið í gegn um ýmislegt saman og það að þetta mál skuli vera úr sögunni er gott fyrir okkur og gott fyrir borgina. Það var líka gaman að þessari deilu skyldi ljúka á degi Dr. Martin Luther King," sagði Bryant og brosti sínu breiðasta.
Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Bætti heimsmetið aftur Sport Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Körfubolti Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Fótbolti Kobe Bryant á ennþá langvinælustu skóna í NBA deildinni Körfubolti Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fótbolti Fleiri fréttir Kobe Bryant á ennþá langvinælustu skóna í NBA deildinni Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Bætti heimsmetið aftur „Gríðarlega mikilvægur sigur“ Viggó markahæstur í eins marks tapi „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ KA lagði nýliðana á Selfossi Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Elín Klara markahæst í risasigri Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni