Framherjinn Marcus Bent gekk í dag formlega til liðs við Hermann Hreiðarsson og félaga hans í Charlton, en hann var áður hjá Everton. Kaupverðið er 2 milljónir punda, en gæti orðið 2,5 milljónir háð samningsákvæðum með leikjafjölda og markaskorun. Samningurinn er til þriggja og hálfs árs.

